Alheimurinn

Fyrsta myndin af svartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar

Nú hafa verið afhjúpaðar fyrstu myndir sem nokkru sinni hafa náðst af svartholinu Sagittarius A* sem er í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Myndirnar eru frá ESO (European Southern Observatory og vísindamenn eru nánast agndofa yfir því hve nákvæmlega Einstein reyndist hafa rétt fyrir sér.

BIRT: 13/05/2022

Vísindamenn hjá Horizon Telescope-samstæðunni hafa nú opinberað fyrstu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar af risavaxna svartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Heildarmyndin er gerð með samvinnu milli gríðarmargra sjónauka EHT um allan heiminn og sýnir loks svart á hvítu að það er í raun og sann svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Sagittarius A* eins og svartholið heitir, kemur að sögn vísindamannanna vel heim og saman við spádóma Einsteins í almennu afstæðiskenningunni.

 

„Stærð svartholsins rúmast innan 10% skekkjumarka í almennu afstæðiskenningunni,“ segir Mariafelicia de Laurentis sem er meðal vísindamannanna sem standa að myndinni.

 

Nýju myndirnar sýna virkni í aðdráttarskífu svartholsins. Aðdráttarskífan er lýsandi hringur kringum svartholið en efni og gas sem er á leið inn í svartholið, þeytist þar í hringi, hitnar og tekur að lýsa.

 

Sjálft svartholið er ósýnilegt vegna þess að þyngdarafl þess er svo ofboðslegt að ekki einu sinni ljósið kemst þaðan burt.

Svarthol Vetrarbrautarinnar

Þetta gríðarlega massamikla svarthol í innsta kjarna Vetrarbrautarinnar heitir Sagittarius A – eða Sgr A.

 

Fjarlægð frá jörðu er um 27.000 ljósár – eða 255 billjarðar kílómetra.

 

Aðdráttarskífan – hinn lýsandi hringur í kringum svartholið – er sex milljón km á breidd (talan á við radíus hringsins). Það samsvarar um fimmtánfaldri fjarlægðinni til tunglsins.

 

Sagittarius A* tilheyrir flokki þyngstu svartholanna en er hins vegar með þeim minnstu í þeim flokki. Þetta svarthol hefur nefnilega „aðeins“ gleypt um fjórar milljónir sólmassa. Svartholið í miðju stjörnuþokunnar M87 sem mynd náðist af 2019 hefur til samanburðar um 6,5 milljarða sólmassa.

 

Sagittarius A* bætir heldur ekki miklu við sig – um 0,00000000027 sólmassa á ári.

 

Stjarneðlisfræðingarnir Reinhard Genzel og Andres Ghez fengu Nóbelsverðlaun árið 2020 fyrir að geta slegið því föstu að Sagittarius A* sé sannanlega svarthol.

Sjónaukanet sér þrem milljón sinnum betur en við

EHT (Event Horizon Telescope) er alþjóðlegt rannsóknarverkefni með aðgang að stjörnuathugunarstöðvum um allan hnöttinn.

 

Í þessum athugunarstöðvum taka útvarpsbylgjusjónaukar upp útvarpsbylgjugeislun frá umhverfi svartholsins og ofurtölvur eru síðan notaðar til að safna þessu óheyrilega magni upplýsinga saman í eina mynd. Þegar svo mörgum sjónaukum er beint að sama stað má næstum líkja því við linsu á stærð við allan hnöttinn.

 

Sjónin sem þannig fæst er þremur milljón sinnum skarpari en sjón mannsaugans og samsvarar því að bargestur í New York sjái froðubólurnar í bjórglasi í München.

 

Myndirnar af Sagittarius A* voru teknar á fimm nóttum í apríl 2017, þegar átta mismunandi sjónaukum var beint að svartholinu í átta til tíu tíma.

 

Upptökurnar urðu 4.000 terabæt og voru fluttar með flugi vegna þess að það var fljótlegra en að senda þær yfir netið.

Svartholið hegðar sér eins og óstýrilátur hvolpur

Árið 2019 sendi ESO frá sér fyrstu myndirnar sem nokkru sinni höfðu verið teknar af svartholi. Nýju myndirnar af Sagittarius A* hafa reynst erfiðari viðfangs.

 

Svartholið á fyrri myndinni er í miðri stjörnuþokunni M87. Það er 1.600 sinnum stærra en svartholið í Vetrarbrautinni en hins vegar 2.000 sinnum lengra í burtu. Þess vegna virðast þessi tvö svarthol svipuð að stærð á stjörnuhimninum.

 

Ljósið hreyfir sig á svipuðum hraða umhverfis þessi tvö svarthol en þar eð Sagittarius A* er svo miklu minna verður hringferðin þar mun hraðari.

 

Vísindamennirnir líkja myndatökunni í Vetrarbrautinni við að ná myndum af óstýrilátum hvolpi en segja að M87-myndatakan hafi í samanburði verið eins og að taka mynd af vel þjálfaðri fyrirsætu.

 

„Það eru athuganir sem áður voru ógerlegar sem hjálpa okkur við að skilja það sem fer fram í miðju Vetrarbrautarinnar og veita okkur innsýn í það sem gengur á í samskiptum þessara þungu svarthola við umhverfið,“ segir Geoffrey Bower sem tók þátt í verkefninu.

 

Í framtíðinni vonast vísindamennirnir til að ná að setja saman hreyfimyndskeið úr myndunum. Það veitir möguleika til að rannsaka svartholið og segulsvið þess mun betur og komast að raun um hvort það skjóti mögulega frá sér efni út í geiminn.

Uppgötvanir í röðum

Þótt ekki sé unnt að sjá svartholin sjálf eru stjörnufræðingar stöðugt að gera nýjar uppgötvanir í tengslum við þessi dularfyllstu fyrirbrigði alheimsins.

– 2022

Stjörnufræðingar birta fyrstu myndirnar af hinu ofurþunga svartholi í miðju okkar eigin stjörnuþoku, Vetrarbrautinni. Sagittarius A* hefur fjórum milljón sinnum meiri massa en sólin og er í um 27.000 ljósára fjarlægð.

 

– 2019

Stjörnufræðingar setja í fyrsta sinn saman mynd af svartholi. Myndin sýnir gríðarlega þungt svarthol sem er að finna í miðju sporöskjuþokunnar Messier 87 (M87) meira en 53 milljónir ljósára í burtu.

 

– 2018

Stjörnufræðingar verða í fyrsta sinn varir við „ropa“ frá svartholi, stutt en öflugt gasskot frá innsta hluta aðdráttarskífunnar.

 

– 2017

Elsta svarthol sem fundist hefur uppgötvast í dulstirni í um 13 milljarða ljósára fjarlægð.

 

– 2016

Stjörnufræðingar uppgötva risastórt ofurþyngdarsvarthol sem er 21 milljarðar sólmassar að þyngd. Það er nýtt met.

 

– 2015

Í fyrsta sinn tekst að mæla svonefndar þyngdarbylgjur sem stafa frá þeim atburði að tvö svarthol renna saman í eitt. þetta gerist á ári aldarafmælis hinnar almennu afstæðiskenningar Einsteins en þar sagði hann einmitt fyrir um þyngdarbylgjur í rúmtímanum.

– 2014

Vísindamenn finna sannanir fyrir því að svarthol skjóti efni út í geiminn. Ástæðan er talin snúningur svartholsins sjálfs.

*) Skýring: Stjarnan aftan við heitið er einfaldlega hluti heitisins og borið fram, „Sagittarius A-Star“ eða „Sagittarius A-stjarna“.

LESTU EINNIG

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

HÖFUNDUR: AF SØREN STEENSIG

© EHT Collaboration, Shutterstock, European Southern Observatory

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is