Foreldrar sem kjósa veganfæði fyrir sig og börn sín fá iðulega að heyra spurningar og áhyggjutal fólks sem álítur að börnin fái ekki í sig nauðsynleg næringarefni úr fæðu sem öll er sótt í jurtaríkið.
Árið 2021 grandskoðuðu svissneskir vísindamenn meira en 400 vísindaritgerðir til að fá fram heillega mynd af næringu barna á slíku fæði, ásamt áhrifum plöntufæðis á heilbrigði þeirra og vöxt.
Niðurstaðan varð sú að plöntufæðið sé vissulega full gott að því tilskyldu að samsetning fæðunnar sé vel ígrunduð.
Plöntufæðið fullnægir ríkulega þörfum barnsins fyrir kaloríur og prótín. Stærsti áhættuþátturinn er fólginn í vali fæðuþátta, þar eð grænmetisfæði inniheldur ekki nægilega mikið kalk, B12- og D-vítamín, þrjú mikilvæg efni.
Fjórða hvert barn er of þungt
Foreldrarnir þurfa því að vera vel á verði og bæta þessum nauðsynlegu efnum við fæði barnsins.
Og sinni foreldrarnir því, getur veganfæði jafnvel verið til bóta. Athugunin sýndi nefnilega að börn sem lifðu á grænmetisfæði áttu síður á hættu að lenda í ofþyngd eða offitu sem er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi.
Allt að 28% af evrópskum börnum undir 5 ára aldri eru of þung eða flokkast hreinlega með offitu.
En þótt börn sem neyta veganfæðis séu almennt léttari, eru þau ekki undir eðlilegri þyngd og ekki fannst neinn marktækur munur á líkamshæð eða vexti milli þessara barna og annarra.
Eftir átta vikur sáu vísindamenn ýmsan mun á öllum tvíburapörunum.
Veganfæði uppfyllir flestar þarfir
- Kaloríur og prótín: Þýsk rannsókn sýnir að börn á veganfæði fá í sig 2,3 sinnum meira en ráðlagðan prótínskammt.
- Járn: Ein yfirfarinna rannsókna sýndi að börn á aldrinum 1-6 ára fengju í sig 142% af ráðlögðum járnskammti.
- B12-vítamín: Börnin þurfa að fá viðbót af B12-vítamíni. Samkvæmt einni rannsókninni skorti verulega upp á ráðlagðan dagskammt af B12.