Grænmeti og belgjurtir eða steik og spergilkál: Hvort er eiginlega hollarara – vegan mataræði eða mataræði byggt á kjöti.
Vísindamenn frá Stanford háskóla einsettu sér sér að komast að því með hjálp 22 eineggja tvíburapara sem fylgdu gjörólíku mataræði á átta vikur.
Annað tvíburaparið borðaði bara veganfæði en hinn borðaði kjöt.
Bætir heilsuna á tveimur mánuðum
Báðir matseðlar innihéldu mikið magn grænmetis, belgjurta og heilkorni.
Að sjálfsögðu voru engar dýraafurðir eins og egg og mjólk á vegan matseðlinum en kjötfæðið innihélt fisk, kjúkling, egg, osta og aðrar mjólkurvörur.
Þátttakendurnir 44 voru metnir fyrir, á meðan og eftir tilraunina meðal annars með vigtun og blóð- og hægðasýnum.
Eftir tvo mánuði komust vísindamennirnir að því að þeir tvíburar sem höfðuð borðað veganfæði höfðu lækkað kólesteról og insúlínmagn um 20 prósentum meira en kjötétandi systkini sín.
Lágt kólesterólmagn dregur úr hættu á blóðtappa en lágt insúlínmagn verndar þig gegn sykursýki af tegund 2.
Þau sem borðuðu vegan höfðu líka misst 1,9 kílóum meira hin.
Tvíburarnir Carolyn Sideco og Rosalyn Moorhouse, Aleksandra Shaichai og Mariya Foster og Jean Jacquemet og Janet Hurt tóku þátt í rannsókninni sem rannsakaði áhrif vegan- og kjötfæðis.
Samkvæmt þessari rannsókn geta Stanfordvísindamennirnir því mælt eindregið með vegan mataræði.
„Það eru góðar vísbendingar um að allir sem velja vegan mataræði geti bætt heilsu sína til lengri tíma litið á innan við tveimur mánuðum,“ segir Christopher Gardner, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor í læknisfræði við Stanford háskóla, í fréttatilkynningu.
Vegan mataræði er frábrugðið grænmetisfæði að því leyti að það útilokar ekki aðeins dýrakjöt, heldur einnig mjólkurvörur, egg eða önnur innihaldsefni úr dýrum.
Nýjar rannsóknir sýna að áhættan við að borða mikið unninn mat getur verið mun meiri en flestir hafa haldið hingað til.
Vegan fæða inniheldur venjulega meira af trefjum, vítamínum og steinefnum en flestar aðrar tegundir mataræðis.
En að sögn vísindamenninga sem unnu rannsóknina er hægt að uppskera þennan ávinning án þess að hætta alveg neyslu kjöts og mjólkurvöru.
“Það er mikilvægara fyrir heilsuna þína að fæðan þín innihaldi meira grænmeti en að færa sig alfarið í vegan,” segir Gardner.
Landlæknir mælir með fjölbreyttu fæði sem og lögð er áhersla á aukna neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og heilkornavara en einnig kjöti og eggjum (í minna mæli þó), sem gefa okkur til dæmis prótein, vítamín og steinefni. Þú getur lesið opinberar ráðleggingar um mataræði Landlæknis hér.