Öll hundakyn veraldar eru komin af úlfum.
Einhvern tímann fyrir 15-130 þúsund árum tóku menn og úlfar upp samvinnu, fyrst og fremst við veiðar, smám saman urðu tengslin nánari og síðar tóku úlfar t.d. að gegna því hlutverki að vera á varðbergi.
Fyrstu tömdu hundarnir hafa án efa verið mjög líkir úlfum og sennilega ekki alls kostar óáþekkir sleðahundum nútímans. En nokkuð snemma tóku menn að rækta hunda og velja úr og þannig sköpuðust á löngum tíma mismunandi hundakyn. Erfðaefni úlfa reyndist hafa óvenjulega aðlögunarhæfni t.d. varðandi liti og stærð.
Afleiðingin sést á því að hundar eru nú þau dýr sem hafa mesta genafjölbreytni allra þekktra dýra.
Hvaða hundur er helst líkur úlfi?
Þar sem allar hundategundir eru komnar af úlfum eru margir hundar í dag sem líkjast úlfum.
En Alaskan Malamute, sem er ein elsta tegund í heimi, er mjög lík úlfum, sérstaklega í hegðun og útliti.