Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Grípið þið símann þegar leiði gerir vart við sig? Reynið að gera eitthvað annað næst. Vísindin hafa nefnilega leitt í ljós að leiði getur bæði fært okkur aukinn sköpunarkraft og gagnast okkur við rétta ákvarðanatöku.

BIRT: 19/10/2024

Þegar okkur leiðist er eins og að okkur skorti áskorun og örvun. Tilfinningin er svo óþægileg að vísindamenn telja að hægt sé að líkja henni við hungur eða sársauka.

 

Það kemur því ekki á óvart að við flýjum leiðindin með því að grípa t.a.m. farsímann eða þá að kveikja á sjónvarpinu – en það getur verið slæm hugmynd. Leiði, líkt og hungur og sársauki innihalda mikilvæg skilaboð til okkar. Það getur reyndar verið mikill ávinningur af því að þora að leiðast. Það sýnir tilraun þar sem tveir hópar einstaklinga tóku sköpunarpróf – þar sem annar hópur hafði áður leyst virkilega leiðinlegt verkefni.

 

Lestu um niðurstöður tilraunarinnar og fáðu bestu ráð fræðimannanna um hvernig hægt er að breyta leiða í ofurkraft.

 

1. Sköpunargáfa

Leiðinn sem innblástur

Við reynum oft að forðast leiða sem gerir vart við sig með því að einhenda okkur í meira eða minna mikilvægar athafnir. Reynum þess í stað að dvelja í tilfinningunni og gefa hugsununum lausan tauminn. Mýmargar vísindalegar tilraunir hafa nefnilega leitt í ljós að leiði styrkir sköpunargáfu okkar.

 

Ein tilraunin gekk t.d. út á það að láta þátttakendur hennar lesa fyrst leiðinlegan texta og skrifa hann síðan niður. Síðan voru þeir látnir leysa nokkur verkefni sem reyndu á sköpunargáfuna.

 

Í ljós kom að þeir sem leystu leiðinlegu verkefnin voru talsvert meira skapandi en við átti um samanburðarhópinn sem þreytti sköpunarprófið án þess að hafa fyrst leiðst.

 

Niðurstöðurnar gáfu enn fremur til kynna að sköpunargáfan yrði meiri ef leiðinlega athöfnin krafðist ekki sérlegrar athygli, heldur gaf tækifæri til dagdrauma meðan á þessu stóð.

 

2. Vangaveltur

Hvatning til að uppfylla markmiðin

Sumir vísindamenn telja að leiði sé nauðsynlegur drifkraftur þess að geta þroskast sem persóna. Ef við byggjum ekki yfir þeim eiginleika að láta okkur leiðast myndum við nefnilega í auknum mæli sætta okkur við orðinn hlut og hafa síður áhuga á að þroskast áfram.

 

Leiði gerir vart við sig þegar við verðum ekki fyrir örvun og hann getur verið mikilvægt ummerki um að ekki sé allt með felldu í lífinu. Ef okkur leiðist í vinnunni er hugsanlega kominn tími til að svipast um eftir nýju starfi og ef okkur finnst lífið í sveitinni leiðinlegt er hugsanlega komið að þeirri stundu að rífa þurfi upp tjaldhælana og flytja til borgarinnar.

 

Þegar við viðurkennum leiðann og þær tilfinningar sem liggja til grundvallar, kann að hafa myndast stökkpallur til að leita nýrra áskorana eða að breyta vanagangi hversdagsleikans.

Eftir áratugaleit í heilanum hafa vísindamenn loksins fengið skýringu á því hvaðan ímyndunaraflið sprettur – og hvernig við getum aukið sköpunargleði okkar.

3. Einbeiting

Einbeitingargetan styrkt

Ein vænlegasta aðferðin til að halda leiða í skefjum er að taka sér eitthvað fyrir hendur sem kemur hugarfluginu af stað og getur skapað myndir inni í höfðinu en gerir ekki kröfu um mikið hugarstarf.

 

Ef við erum í þann veginn að missa einbeitinguna á fundi eða fyrirlestri er t.d. hægt að byrja að krota á blað. Ef ekki gefst kostur á að nota hendurnar er hægt að notast við rólega tónlist í bakgrunni sem gerir handavinnuna eða skólabókalesturinn bærilegri.

 

Breski sálfræðingurinn Jackie Andrade gerði tilraun sem fól í sér að láta 40 manns hlýða á margra mínútna langan upplestur á nöfnum allra gesta í tiltekinni veislu. Helmingur þátttakendanna krotaði á blaðið meðan á upplestrinum stóð og að þessu loknu gátu þeir munað 29% fleiri nöfn en samanburðarhópurinn sem ekki fékk að teikna.

 

4. Flæði

Eftirlætisiðja okkar

Með flæði er átt við andlegt ásigkomulag þar sem við sökkvum okkur niður í eitthvað og tökum fullan þátt í því. Í flæði skynjum við djúpa tilfinningu fyrir tilgangi og einbeitingu á meðan tíminn virðist hlaupa frá okkur. Þýsk rannsókn leiddi í ljós að flæði getur bægt burt leiða og breytt áhugaleysi og hvatningarleysi í öndverður sínar, þ.e. eldmóð og ástríðu.

 

Mjög breytilegt er hvaða virkni orsakar með okkur flæði. Reynum að velja iðju sem færir okkur gleði og virðist hafa tilgang, m.a. listræna ástundun í líkingu við hljóðfæraleik, líkamshreyfingu, líkt og göngur, ellegar þá andleg verkefni á borð við það að raða púsluspili. Mikilvægt er að áskoranirnar hæfi getu hvers og eins, þannig að verkefnin megi leysa án mikillar fyrirhafnar. Sem dæmi mætti nefna að byrjendum reynist auðveldara að raða púsluspili sem felur í sér 500 bita en 2.000.

 

5. Aðlögun

Væntingum stillt í hóf

Má aðallega rekja leiða til aðstæðna eða tilhneigingar einstaklingsins til að láta sér leiðast eða er um að ræða samspil beggja þátta? Vísindamenn eru ósammála um svarið en víst er að einstaklingar eru með misháan þröskuld þegar kemur að því að þeim leiðist. Tilbreytingarlaust verkefni í vinnu getur þannig virst vera leiðinlegt ef við gerum okkur miklar væntingar um starfið en hins vegar getur öðrum starfsmanni með minni væntingar þótt verkefnið hæfa vel.

 

Ef okkur leiðast verkefnin í vinnunni gætum við því reynt að aðlaga væntingar okkar. Með því að samþykkja hlutina eins og þeir eru getum við fengið það besta út úr aðstæðum og verkið verður síður leiðigjarnt.

 

Þá getum við einnig gert verkefnið áhugaverðara með því t.d. að skipta því í þrep sem gerir okkur kleift að fylgjast jafnóðum með framförum.

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

© Christopher Willans/Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Menning

Fjórar fréttir um bjór

Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Lifandi Saga

Hvers vegna vildu Frakkar eignast Níger sem nýlendu? 

Tækni

HITTU HERMIVÉLMENNI ÞITT

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is