Fjórar fréttir um bjór

Bankaðu létt ofan á bjórdósina svo það freyði minna. Og drekktu fyrst bjór áður en þú færð þér vín. Þannig kemstu hjá timburmönnum - Eða hvað? Hér eru fjórar fréttir af drykknum sem manneskjan hefur þambað í þúsundir ára.

BIRT: 12/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Gamalt bjórtrix virkar ekki

Áður en þú opnar bjórdós sem hefur orðið fyrir hristingi, skaltu banka létt ofan á hana eða á hliðina. Þannig sleppur maður við að helmingurinn af innihaldinu freyði út.

 

Þetta er algengt meðal þeirra sem drekka bjór en nýleg rannsókn sýnir að aðferðin virkar ekki.

 

Hjá Suðurdanska háskólanum var gerð tilraun með 1.000 bjórdósir og úr þeim reyndist freyða alveg jafn mikið hvort sem bankað var á þær eða ekki.

 

2. Sterkur bjór góður fyrir magann

Einn sterkur belgískur bjór á dag kemur maganum í lag, segja hollenskir vísindamenn.

 

Að hluta er þetta vegna þess að bætibakteríur í bjórnum bæta þarmaflóruna en þessi bjór er gerjaður í tveimur áföngum og í síðari umferð myndast sýrur sem eru eitraðar fyrir margar sjúkdómsvaldandi bakteríur.

 

3. Timburmannaráð fá falleinkunn

Til að komast hjá timburmönnum er rétt að drekka fyrst bjór og færa sig svo yfir í vín, segir gamalt húsráð sem breskir vísindamenn hafa nú rannsakað.

 

Þeir létu 90 karla og konur drekka sig full og öllum reyndist líða ámóta illa daginn eftir, óháð því í hvaða röð drykkjarföngin voru innbyrt.

 

4. Ölgerið kom eftir silkileiðinni

Gerfrumurnar sem við eigum nútímabjórinn að þakka hafa bæði í sér gen úr evrópsku víngeri og asísku hrísgrjónageri.

 

Þetta segja bandarískir vísindamenn sem hafa skoðað erfðaefni ölgerla. Ölgerið hefur trúlega orðið til á silkileiðinni svonefndu þegar þessar tvær gerðir gerla hafa blandast saman í verslunarleiðangri.

BIRT: 12/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© simonkr,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is