Alheimurinn

Flökkustjarna gæti breytt braut Neptúnusar og eyðilagt sólkerfið

Nýtt tölvulíkan sýnir hve viðkvæmt sólkerfi okkar er. Ekki þarf nema dálitla truflun frá utanaðkomandi flökkustjörnu til að breyta brautum í sólkerfinu með skelfilegum afleiðingum. En við skulum samt anda rólega. Líkurnar á að slíkt gerist eru óendanlega litlar.

BIRT: 07/10/2022

Pláneturnar sem snúast um sólina fara eftir ótrúlega stöðugum brautum og af ótrúlegri nákvæmni. En hversu stöðugt er sólkerfið í raun og veru? Það ákváðu tveir kanadískir vísindamenn að rannsaka.

 

Meginniðurstaða þeirra er sú, að jafnvel lítil þyngdaráhrif geti haft gríðarmiklar afleiðingar vegna þeirrar óreiðu sem gæti skapast.

 

Til að illa fari í sólkerfi okkar þarf ekki meira en að meðalfjarlægð Neptúnusar frá sólu breytist um 0,1%.

 

Það myndi tífalda líkurnar á ringulreið í sólkerfinu.

 

Endadægur innan frá

Ein mögulegra sviðsmynda gæti líka falist í óstöðugleika minnstu plánetu sólkerfisins, Merkúrs.

 

Sá staður á braut Merkúrs, þar sem plánetan er næst sólu hnikast um 1,5 gráður á hverjum þúsund árum og verður æ nær stöðu Júpíters á sinni braut.

 

Takist svo óheppilega til að þessar tvær plánetur samræmi brautir sínar að fullu, eru 1% líkur á að Merkúr fari af braut sinni.

 

Merkúr myndi þá annað hvort þeytast út úr sólkerfinu eða rekast á Venus, sólina eða mögulega jörðina einhvern tíma á næstu 3-4 milljörðum ára.

 

„Leið sólkerfisins til breytilegs óstöðugleika ræðst á endanum af óreiðu. Líklegasti möguleikinn er þó samsveifla Júpíters og Merkúrs sem eykur óvissu um braut Merkúrs og gæti leitt til áreksturs við Venus,“ segir annar greinarhöfunda, Garett Brown doktorsnemi við Torontoháskóla, á Twitter.

Jafnvel 0,1% breyting á fjarlægð Neptúnusar frá sólu gæti orðið upphaf að hruni sólkerfisins samkvæmt niðurstöðum reiknilíkansins.

Eðlisfræðingarnir rannsökuðu líka hvað gerst gæti ef flökkustjarna kæmi of nálægt sólkerfinu.

 

Merkúr er sú pláneta sem er næst sólinni en fjærsta plánetan er Neptúnus sem þess vegna er viðkvæmust fyrir utanaðkomandi þyngdaráhrifum.

 

Endadægur utan frá

Ef flökkustjarna, sem þarf ekki einu sinni að vera jafnstór og sólin okkar, skyldi ná að draga Neptúnus af núverandi braut myndu ruðningsáhrif á sólkerfið í heild verða geigvænleg.

 

Afleiðingar tilfærslu um aðeins 0,1% – sem samsvarar 4,5 milljóna kílómetra tilfærslu á möndli plánetunnar – myndu ná til Mars og Jarðar á aðeins 20 milljón árum.

 

Tilfærsla upp á 10% hefði dómsdagsáhrif bæði á jörðina og rauðu plánetuna.

Líkurnar á óreiðu í sólkerfinu, ef Neptúnus (lengst til hægri) verður fyrir truflun af völdum flökkustjörnu, eru mjög litlar. Ef illa fer líða milljónir ára áður en unnt verður að greina áhrifin héðan og líklegast er að sólin verði útbrunnin áður en hamfarirnar ná til jarðar.

Vísindamennirnir keyrðu 2.880 möguleika í tölvulíkaninu. Í 960 tilvikum voru afleiðingarnar svo litlar að þær mældust ekki.

 

Fjórar keyrslur sýndu Merkúr rekast á Venus, 26 keyrslur sýndu mismunandi óreiðuástand í sólkerfinu.

 

Ein sviðsmyndin var árekstur Mars og Jarðar en allstór hluti af síðustu keyrslunum sýndi Úranus, Neptúnus og Merkúr þeytast út úr sólkerfinu.

 

En það er engin ástæða til að örvænta. Samkvæmt niðurstöðunum eru aðeins 20 möguleg tilvik þar sem flökkustjarna kemur of nálægt einni af plánetunum til að breyta braut hennar – einhvern tíma á næstu 100 milljörðum ára.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© NASA/JPL-Caltech. © NASA/Jenny Mottar

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.