Þekktu Súmerar sólkerfið?

Er það rétt að fornaldarþjóðin Súmerar hafi þekkt reikistjörnurnar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Súmerar, sem fyrstir þjóða sköpuðu borgamenningu fyrir um 5.000 árum, þekktu aðeins þær 5 reikistjörnur sem sjást með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Tvær ystu pláneturnar, Úranus og Neptúnus uppgötvuðust ekki fyrr en sjónaukar komu til sögunnar. Súmerar gerðu sér heldur ekki grein fyrir því að sólin væri miðpunktur sólkerfisins og reikistjörnurnar snerust um hana. Grikkinn Aristarchos frá Samos setti þá kenningu fram fyrstur manna um 200 f.Kr. – og í Evrópu áttuðu menn sig ekki á þessu fyrr en á 16. öld.

Stjörnufræði Súmera var fyrst og fremst trúfræðileg. Guðirnir voru persónugerðir í Sól, Mána og reikistjörnum. Himinhnöttunum voru tileinkaðir guðlegir eiginleikar og það taldist mikilvægt að geta séð fyrir viðbrögð þeirra og haft áhrif á þau. Súmerar skiptu árinu í 12 mánuði og sköpuðu einnig upphafið að dýrahringnum, þó að vísu ekki með öllum þeim stjörnumerkjum sem honum tilheyra nú. Þetta varð upphafið að stjörnuspekinni, sem sé þeirri trú að að staða reikistjarnanna miðað við dýrahringinn hafi áhrif hér á jörðinni.

Babýlóníumenn byggðu á heimsmynd og trú Súmera og þróuðu áfram. Í sköpunarsögu þeirra, Enuma Elish, má lesa um guðinn Marduk og hvernig hann skapaði stjörnumerkin, skipti árstíðum, ákvarðaði tunglvikur o.s.frv. Um 700 f.Kr. tóku Babýlóníumenn að fylgjast með himinhnöttum og segja fyrir um hreyfingar þeirra sem náttúrufyrirbrigða, fremur en guðavera. Þetta var fyrsta skrefið í átt til þeirrar náttúruvísindalegu hugsunar sem Forn-Grikkir byggðu heimsmynd sína á.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is