Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Þrátt fyrir lítinn heila virðist frumstæð manntegund hafa jarðsett látna með talsverðri viðhöfn. Uppgötvunin kynni að marka tímamót en vísindamenn hafa ekki allir látið sannfærast.

BIRT: 27/03/2024

Árið 2015 afhjúpaði hópur vísindamanna merkilega uppgötvun í neðanjarðarhelli ríflega 50 kílómetrum norðvestan við Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

 

Þar hafði þeim tekist að grafa upp meira en 1.500 bein frummanna af tegund sem áður hafði verið alveg óþekkt.

 

Þessir frummenn hafa hlotið heitið Homo naledi. Fólkið hefur verið fremur smávaxið en handleggjalangt með bogna fingur og heilinn hefur ekki verið öllu stærri en appelsína.

 

Síðan beinin fundust hafa vísindamennirnir varið árunum í að greina yfirborð og setlög í neðanjarðarhellakerfinu þar sem beinin fundust.

 

Og nú kemur önnur óvænt yfirlýsing: Þrátt fyrir lítinn heila virðist Homo naledi hafa jarðsett látna í gröfum sem síðan voru merktar með ristum í hellisveggina.

 

Vísindamennirnir telja sig líka hafa fundið sannanir þess að þessi frumstæða tegund hafi getað kveikt eld til að lýsa sér á leiðinni niður í hellana.

Hlustaðu á aðalrannsóknarmanninn á bak við uppgötvunina, Lee Berger frá háskólanum í Witwatersrand í Jóhannesarborg, tala um niðurstöður vísindamannanna hér:

Nú benda greiningar til að þessir fjarlægu og frumstæðu ættingjar okkar hafi viðhaft nokkuð flóknar útfararathafnir, ekki ósvipað því sem Neandertalsmenn og nútímamenn gerðu – en bara svo miklu fyrr.

 

Að sögn vísindamannanna eru þessi grafstæði í það minnsta 100.000 árum eldri en elstu grafir sem raktar eru til Homo sapiens.

Mannslíkami með apaheila

  • Homo naledi er sérstæð blanda frumstæðra og yngri einkenna. Lítill apaheili ofan á mannlíkum búki gerir Homo naledi að mögulegum tengilið apamanna (Australopithecus) og Homo-ættarinnar.

 

  • Höfuðkúpan minnir á menn en rúmfang heilans var ekki nema 500 rúmsentimetrar eða tæplega á við hálfan mannsheila.

 

  • Tennurnar eru smágerðar. Það minnir mjög á menn og vitnar um fjölbreytt fæðuval.

 

  • Axlirnar minna á apaaxlir sem henta til að hanga og klifra í trjám.

 

  • Mjaðmagrindin er frumstæð og mjög breið. Hún minnir á mjaðmagrind apamanna sem uppi voru fyrir 3,5 milljónum ára.

 

  • Fingurnir voru bognir sem bendir til að tegundin hafi klifrað í trjám og klettum. Þumalfingur og úlnliður minna þó meira á menn og þykir benda til að tegundin hafi beitt áhöldum.

 

  • Fæturnir eru langir og mjóslegnir og með öfluga vöðvafestingar. Þetta er einkennandi fyrir tegundir sem ganga uppréttar.

 

  • Fótarbeinin líkjast mjög fótarbeinum manna en tærnar voru þó aðeins bognar.

Sumir vísindamenn vilja þó fá að sjá traustari sannanir fyrir því að flóknar útfararathafnir sé unnt að tengja svo frumstæðri tegund frummanna.

 

Til gætu nefnilega verið aðrar skýringar á uppgötvunum sem gerðar hafa verið í hellunum, segja þeir.

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Vísindamenn hafa uppgötvað að tveir óskyldir þjóðflokkar bjuggu í Evrópu á ísöld. Aðeins annar lifði af.

Til dæmis mætti hugsa sér að beinagrindurnar sem fundust hafi einfaldlega verið skildar þarna eftir og risturnar í veggjunum gætu hafa verið gerðar af mönnum sem römbuðu á þessa hella löngu eftir að tegundin Homo naledi var útdauð.

 

Vísindamennirnir að baki uppgötvuninni hafa nú þegar kynnt niðurstöður sínar á ráðstefnu en næsta skref verður birting þriggja vísindagreina í tímaritinu eLife.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is