Lifandi Saga

Gæludýr truflaði útför forseta

Gera þurfti hlé á útför Andrew Jackson þegar gæludýr forsetans fyrrverandi gaf frá sér óviðeigandi hávaða í miðri guðsþjónustunni.

BIRT: 07/01/2025

Árið 1827 keypti bandaríski stjórnmálamaðurinn Andrew Jackson páfagauk handa eiginkonu sinni frú Rachel Johnson. Jackson var alræmdur fyrir að blóta hátt og mikið og Poll, eins og páfagaukurinn var kallaður, lærði fljótlega að herma eftir honum.

 

Andrew Jackson sigraði í forsetakosningunum 1828 og varð forseti árið eftir en sama ár missti hann eiginkonu sína Rachel sem lést úr hjartaáfalli. Jackson hafði Poll á sveitabýli sínu, The Hermitage í Tennessee þar til hann lést árið 1845.

 

Þegar jarða átti Jackson við hlið eiginkonu sinnar í garði sveitabýlisins þurfti að gera hlé á athöfninni þegar flaumur safaríkra og háværra blótsyrða glumdi út í garðinn frá húsinu.

 

Þjóðhetjan laðaði að sér fjöldann

Fyrir marga Bandaríkjamenn var Andrew Jackson þjóðhetja. Í ensk-ameríska stríðinu hafði Jackson þjónað sem hershöfðingi og sigraði Breta í New Orleans árið 1815. Síðar snéri hann sér að stjórnmálum og gegndi embætti forseta í átta ár.

 

Að minnsta kosti 3.000 manns voru viðstaddir þann 10. júní 1845, þegar Jackson var lagður til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreitnum. Athöfnin var hins vegar trufluð af blótsyrðaflaumi Polls.

 

„Þegar mannfjöldinn safnaðist saman byrjaði páfagaukurinn að blóta svo hátt og lengi að það var truflandi svo það þurfti að fjarlægja hann úr húsinu,“ skrifaði séra William Menefee Norment, einn útfarargestanna seinna í bréfi.

Kornabörn sem búa á heimili þar sem er minnst eitt gæludýr eru langtum betur vernduð gegn offitu og ofnæmi síðar á lífsleiðinni en önnur börn.

Það var ekki fyrr en Poll var kominn nógu langt í burt til að ekki heyrðist í honum sem athöfnin gat haldið áfram.

 

Páfagaukur Andrew Jackson var af tegundinni grár Jaco. Þeir geta lifað í allt að 75 ár og þó svo Poll sé getið af afkomendum Jacksons er óljóst nákvæmlega hversu lengi hann lifði eftir eiganda sinn. Grár Jaco hefur engin raddbönd en líkir eftir orðum og hljóðum með því að blása lofti í gegnum nösina efst á goggnum.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Ralph Eleaser Whiteside Earl/Wikimedia Commons/Polina Tomtosova & Rosa Jay/Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Gallabuxur eða flísbuxur? Hvorar eru betri í kuldanum?

Lifandi Saga

Gæludýr truflaði útför forseta

Lifandi Saga

Hverjir eiga Grænland? Eyjan sem byggðist á mörg þúsund árum.

Maðurinn

Vísindamenn finna tengsl maga og heila

Maðurinn

Hvers vegna verðum við örmagna af að gráta?

Glæpir

Mafíuforingi kyrkti óléttar konur og leysti börn upp í sýru

Lifandi Saga

Ef til vill var best varðveitta múmía heims enn með blóð í æðum

Maðurinn

Tíu skæðustu farsóttir sögunnar

Menning

Kólumbus plataði indíána með blóðmána

Tækni

Nú rennum við saman við róbótana

Lifandi Saga

Hve mikið hagnaðist Hitler á útgáfu Mein Kampf?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.