Bærinn drukknar í sandi
Dökkur rykmúr rís yfir bæ á sléttunni og kæfir allt með fínkornóttum sandi. Ægilegir sandstormar geisa í BNA um 1935 – og er það afleiðing af langvarandi þurrkaskeiði. Meira en 500.000 Bandaríkjamenn neyðast til að yfirgefa heimili sín – án þess að geta bundið vonir við að fá nokkra atvinnu í efnahagskreppunni sem þá ríkir.
Stratford, Texas, BNA
1935
Banvæn þoka
Margra daga blankalogn veldur því að reykurinn frá iðnaði í London og milljónum kolaofna leggst eins og teppi yfir borgina. Á einni viku láta meira en 4.000 manns lífið – sumir falla í Thames, aðrir eru keyrðir niður, en langflestir deyja vegna alvarlegra sýkinga í lungum.
London, Stóra-Bretlandi
5. desember 1952
Fellibylur skellur á Japan
Um miðja síðustu öld var japanskur efnahagur í molum eftir síðari heimsstyrjöldina, en þegar landið var loksins að rétta úr kútnum skellur fellibylurinn Vera á eyjunum. Ægilegar flóðbylgjur fylgdu Veru og t.d. flæddi yfir 95% af eyjunni Nagashima. Vera er einn versti fellibylurinn í sögu Japans. 1,5 milljón manns misstu heimili sín, næstum 39.000 var saknað og 5.000 létu lífið.
Nagashima, Japan
27. september, 1959
Náttúruhamfarir herja á Austur-Pakistan
Undir lok ársins 1970 verður Austur-Pakistan (núna Bangladesh) fyrir verstu náttúruhamförum í heila öld. Fyrst skellur fellibylur á ströndum landsins með miklum flóðbylgjum, sem orsaka mikla hungursneyð. Meira en 500.000 manns farast – m.a. vegna þess að uppskerubrestur verður og búfénaður drepst í þúsundatali.
Núverandi Bangladesh
12. nóvember 1970
Bærinn drukknar í sandi
Dökkur rykmúr rís yfir bæ á sléttunni og kæfir allt með fínkornóttum sandi. Ægilegir sandstormar geisa í BNA um 1935 – og er það afleiðing af langvarandi þurrkaskeiði. Meira en 500.000 Bandaríkjamenn neyðast til að yfirgefa heimili sín – án þess að geta bundið vonir við að fá nokkra atvinnu í efnahagskreppunni sem þá ríkir.
Stratford, Texas, BNA
1935
Banvæn þoka
Margra daga blankalogn veldur því að reykurinn frá iðnaði í London og milljónum kolaofna leggst eins og teppi yfir borgina. Á einni viku láta meira en 4.000 manns lífið – sumir falla í Thames, aðrir eru keyrðir niður, en langflestir deyja vegna alvarlegra sýkinga í lungum.
London, Stóra-Bretlandi
5. desember 1952
Fellibylur skellur á Japan
Um miðja síðustu öld var japanskur efnahagur í molum eftir síðari heimsstyrjöldina, en þegar landið var loksins að rétta úr kútnum skellur fellibylurinn Vera á eyjunum. Ægilegar flóðbylgjur fylgdu Veru og t.d. flæddi yfir 95% af eyjunni Nagashima. Vera er einn versti fellibylurinn í sögu Japans. 1,5 milljón manns misstu heimili sín, næstum 39.000 var saknað og 5.000 létu lífið.
Nagashima, Japan
27. september, 1959
Náttúruhamfarir herja á Austur-Pakistan
Undir lok ársins 1970 verður Austur-Pakistan (núna Bangladesh) fyrir verstu náttúruhamförum í heila öld. Fyrst skellur fellibylur á ströndum landsins með miklum flóðbylgjum, sem orsaka mikla hungursneyð. Meira en 500.000 manns farast – m.a. vegna þess að uppskerubrestur verður og búfénaður drepst í þúsundatali.
Núverandi Bangladesh
12. nóvember 1970