Gallerí: Töfrar tónlistarinnar

Æstir aðdáendur ráðast að lögreglumönnum í von um að fá að sjá átrúnaaðrgoð sín, maður leitar huggunar við píanó eftir sprengjuárásir og vonast er til að auka mjólkurframleiðslu á kúabúi með djasstónleikum. Tónlistin hefur alltaf haft sérstök áhrif á manneskjuna eins og sjá má á þessum mögnuðu myndum.

BIRT: 05/08/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

We love you, Beatles!

Æstir aðdáendur reyna að troða sér í gegnum röð lögreglumanna við Buckingham Palace í von um að fá að sjá þá John, Paul, Ringo og George. Bítlarnir fjórir eru mættir á staðinn til að taka á móti MBE – orðunni úr hönd Elísabetar drottningar. Einungis fjórum árum síðar, árið 1969, skilar John Lennon orðunni til að mótmæla stuðningi Englands við Vietnam stríðið.

London
1965

Píanóleikur í rústunum

Þegar að brakið er hreinsað eftir eina af mörgum næturárásum þýskra sprengjuflugvéla yfir London nýtir verkamaður tækifærið til að leika aðeins á illa farið píanó. Loftárásir Þjóðverja beindust einkum gegn almennum borgurum og áttu að neyða Stóra – Bretland til að gefast upp. Staðfastir Bretar stóðust þessa árás og Þýskaland nasista þurfti á endanum að hætta við sprengjuherferðirnar, sem kostuðu Breta 42.000 manns.

London,
1940

Músíkalskar kýr

Þessi djasshljómsveit kvenna hefur varla haft jafn áhugasama áhorfendur heldur en röð af kúm á básum sínum. Allt er þetta liður í vísindalegri tilraun sem miðar að því að auka mjólkurframleiðslu með hjálp tónlistar. Wisconsin – Madison háskólinn stendur þarna að einhverjum fyrstu rannsóknum á örvandi áhrifum tónlistar á mjólkurframleiðslu.

Kostald, Madison BNA
1930

Merkisdagur í Harlem

Bandaríska karlatímaritið Esquire bað árið 1958 ljósmyndarann Art Kane um að sinna nokkru stóru verkefni: Hann átti að safna saman helstu djasstónlistarmönnum svo hægt væri að taka hópmynd af þeim. Ritstjóri blaðsins hafði vonast til að 10 – 12 tónlistarmenn myndu mæta. Alls komu 57 djassgoðsagnir og náðust allir á myndina. Það má teljast töluvert afrek í sjálfu sér vegna þess að myndin var tekin klukkan tíu að morgni, þegar flestir djasstónlistarmenn eru jafnan að ganga til náða eftir langan vinnudag.

New York, BNA
Ágúst 1958

Hvar leynist hljóðið, pabbi?

Lítil stúlka kíkir eftirvæntingarfull inn í munnstykki á túbu meðan faðir hennar reykir pípu við gleðilegt undirspil í The National Band Festival. Tveir Berlínarbúar höfðu fundið upp túbuna fyrir klassískar hljómsveitir tæpum 100 árum áður.

London, England
Október 1923

We love you, Beatles!

Æstir aðdáendur reyna að troða sér í gegnum röð lögreglumanna við Buckingham Palace í von um að fá að sjá þá John, Paul, Ringo og George. Bítlarnir fjórir eru mættir á staðinn til að taka á móti MBE – orðunni úr hönd Elísabetar drottningar. Einungis fjórum árum síðar, árið 1969, skilar John Lennon orðunni til að mótmæla stuðningi Englands við Vietnam stríðið.

London
1965

Píanóleikur í rústunum

Þegar að brakið er hreinsað eftir eina af mörgum næturárásum þýskra sprengjuflugvéla yfir London nýtir verkamaður tækifærið til að leika aðeins á illa farið píanó. Loftárásir Þjóðverja beindust einkum gegn almennum borgurum og áttu að neyða Stóra – Bretland til að gefast upp. Staðfastir Bretar stóðust þessa árás og Þýskaland nasista þurfti á endanum að hætta við sprengjuherferðirnar, sem kostuðu Breta 42.000 manns.

London,
1940

Músíkalskar kýr

Þessi djasshljómsveit kvenna hefur varla haft jafn áhugasama áhorfendur heldur en röð af kúm á básum sínum. Allt er þetta liður í vísindalegri tilraun sem miðar að því að auka mjólkurframleiðslu með hjálp tónlistar. Wisconsin – Madison háskólinn stendur þarna að einhverjum fyrstu rannsóknum á örvandi áhrifum tónlistar á mjólkurframleiðslu.

Kostald, Madison BNA
1930

Merkisdagur í Harlem

Bandaríska karlatímaritið Esquire bað árið 1958 ljósmyndarann Art Kane um að sinna nokkru stóru verkefni: Hann átti að safna saman helstu djasstónlistarmönnum svo hægt væri að taka hópmynd af þeim. Ritstjóri blaðsins hafði vonast til að 10 – 12 tónlistarmenn myndu mæta. Alls komu 57 djassgoðsagnir og náðust allir á myndina. Það má teljast töluvert afrek í sjálfu sér vegna þess að myndin var tekin klukkan tíu að morgni, þegar flestir djasstónlistarmenn eru jafnan að ganga til náða eftir langan vinnudag.

New York, BNA
Ágúst 1958

Hvar leynist hljóðið, pabbi?

Lítil stúlka kíkir eftirvæntingarfull inn í munnstykki á túbu meðan faðir hennar reykir pípu við gleðilegt undirspil í The National Band Festival. Tveir Berlínarbúar höfðu fundið upp túbuna fyrir klassískar hljómsveitir tæpum 100 árum áður.

London, England
Október 1923

BIRT: 05/08/2023

HÖFUNDUR: EMILIE SKJOLD

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: SCANPIX/GRANGER,corbis/scanpix,MARY EVANS,Art kane, courtesy of Art Kane Archive,Topical Press Agency/Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is