Search

Hver fann upp nótur tónlistarinnar?

Nótnakerfið með línum sem sýna hæð tónanna var þróað um árið 1000. En nótur voru þó mun eldri.

BIRT: 26/01/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Fyrstu dæmin um niðurskrifaðar nótur komu fram á 6. öld hjá rómverska heimspekingnum Boëthius.

 

Hann notaði bókstafi til að sýna tónana í þeim tveimur áttundum sem voru notaðar í tónlist þess tíma. Hann nýtti skala sem gekk frá A til O, þar sem A er dýpsti tónninn og O sá hæsti.

 

Þrátt fyrir að þessi skali sé yfirleitt nefndur „nótnakerfi Boëthiusar“, mátti finna samsvarandi kerfi þegar um árið 150 e.Kr.

 

Það var hugarsmíð gríska vísindamannsins Ptólemaíosar og því er varla líklegt að kerfið sé uppfinning Boëthiusar.

 

Það var fyrst um árið 1000 sem hinn ítalski tónlistarfræðingur og kórstjóri Guido Arezzo hafði fullmótað núverandi nótnakerfi, þar sem nóturnar eru staðsettar á láréttum línum sem sýna hæð tónsins.

 

Guido_van_Arezzo

Guido af Arezzo.

Það var einnig Arezzo sem fann upp á því að tala fram tóna skalans með „do-re-mi-fa-so-la-ti“.

 

Stafina tók hann úr fyrsta orðinu í sálminum „Ut Queant Lasis“ sem var hylling til Jóhannesar skírara.

 

Enn er þessi skali notaður á m.a. Spáni og Ítalíu en í Skandinavíu og í þýsku- og enskumælandi löndum er stuðst við bókstafina „C-D-E-F-G-A-B (H)“.

 

Þörfin á niðurritaðri tónlist var einkum mikil í kirkjum.

 

Ekki einasta voru nóturnar heppilegar fyrir tónlistarmenn, heldur einnig fyrir leiðtoga kaþólsku kirkjunnar; t.d. voru gregóríanskir sálmar vinsælir þegar nótum var dreift til kirkna, meðan aðrir tónlistarmenn höfðu ekki viðlíka kost.

 

BIRT: 26/01/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia Commons, Getty Images,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is