Litlu vitjepparnir sem áður hafa ekið um á Mars víkja nú fyrir ferfætlingum. Í samvinnu við Caltech hefur NASA þróað eins konar vélhund sem ætlað er að rannsaka þá staði á Mars sem jeppunum eru ófærir.
Þetta tæki er endurbætt útgáfa af ferfætta róbótinum Spot sem gerður var á vegum Boston Dynamics. Nýja útgáfan kallast Au-Spot og á að fara um grýtt land og rannsaka berghella og hraunhella.
Vélhundurinn Au-Spot æfir sig með því að rannsaka hella í Norður-Kaliforníu. Á Mars á vélhundurinn að finna hella sem henta fyrir búsetu manna.
Annars vegar er ætlunin að leita að lífi á Mars en hins vegar að finna hella sem gætu hentað fyrir mannaðar bækistöðvar til lengri tíma.
Tækið notar bæði myndavélar og lídar (leysigeislatæki) til að skoða umhverfið. Gervigreindin gerir vélhundinum fært að læra af reynslunni hvers konar hreyfingar henta best til að komast leiðar sinnar.
Myndband: Sjáðu hundinn í vinnunni
Þjálfunin fer nú fram á sérbyggðum hindrunarbrautum sem vísindamenn hafa sett upp en líka í náttúrulegra umhverfi, svo sem í gömlum námum og hraunhellum í Norður-Kaliforníu.
Au-Spot er harðgerðari en Marsjepparnir og getur t.d. risið upp hjálparlaust ef hann veltur um koll. Mesti hraði er 5 km/klst. sem er 30 sinnum meiri hraði en hjá jeppanum Curiosity sem aðeins nær 0,14 km/klst.