Venus varð til í árekstri

Ný kenning skýrir ógnarleg gróðurhúsaáhrif, öfugan snúning og slétt yfirborð.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stjörnufræði

Venus er stjörnufræðingum að mörgu leyti mikil ráðgáta. Auk þess sem þar ríkja gríðarleg gróðurhúsaáhrif, eru loftsteinagígar mun færri en vera ætti, plánetan snýst mjög hægt um sjálfa sig og í öfuga átt við allar aðrar reikistjörnur í sólkerfinu.

Nú hefur enski vísindamaðurinn John Huw Davies þó sett fram kenningu sem gæti skýrt mikið af þessum sérkennilegheitum. Davies telur að Venus hafi myndast við árekstur tveggja ámóta stórra hnatta sem báðir voru skammt komnir í þróunarferli sínu. Ofboðslegur hiti sem myndaðist við áreksturinn varð til þess að hnettirnir runnu saman í einn. Klappir sem myndast höfðu, gáfu jafnframt frá sér mikið af koltvísýringi sem lagðist eins og þétt teppi yfir nýju reikistjörnuna. Vetnið hvarf hins vegar á braut. Áreksturinn sléttaði einnig yfirborðið þannig að þar eru nú aðeins fáir loftsteinagígar. Loks kynni svo öfugur snúningur að skýrast af því að annar hnötturinn hafi snúist í hina áttina.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is