Hjá ástföngnu fólki virkjar samspil boðefnanna dópamíns og noradrenalíns þann hluta heilans sem nefnist rófukjarni. Þetta er frumstæður hluti heilans sem finnst einnig hjá dýrum þar sem hann trúlega gegnir svipuðu hlutverki.
Rannsóknir á simpönsum, hundum og fílum hafa sýnt að stundum við makaval auðsýna þau eitthvað gagnvart hinum útvalda, sem líkja mætti við ástúð. Dýrin beina allri athygli sinni að makanum, jafnvel í svo miklum mæli að stundum hætta þau sjálf að matast.
Hið sama einkennir ástfangið fólk, þrátt fyrir að við vitum að sjálfsögðu ekki hvort dýr skynji slíkt með sama hætti og við.
Þegar menn hafa verið paraðir í nokkurn tíma breytist áfengnin í ástúð eða samhyggð og þá er það boðefnið oxytocin sem losnar í heilanum. Þetta efni losnar einnig í heila bandarískra sléttumúsa við pörun þannig að karldýrið og kvendýrið taka höndum saman um að annast uppvöxt afkomenda. Sléttumýs eru eitt af fáum spendýrum sem lifa í ævilöngu einkvæni.