Náttúran

Getur vatn brunnið?

Það er ákveðin ráðgáta fyrir mér að vatn skuli ekki geta brunnið. Í vatni er vetni – eitt allra eldfimasta efnið – og súrefni sem einmitt er nauðsynlegt fyrir bruna.

BIRT: 22/08/2022

Frá sjónarhóli efnafræðinnar má skilgreina bruna sem ferli þar sem efni myndar efnasamband við súrefni (O2). Þegar vetni (H2) brennur, myndast þannig efnasambandið H2O, sem sagt vatn og vatnið er þannig afurð vetnisbruna.

 

Þess vegna má segja að vatn geti ekki brunnið vegna þess að bruninn hafi þegar átt sér stað. Það er þó ekki aðeins vetni sem er þegar brunnið.

 

Súrefni á mjög auðvelt með að mynda efnasambönd með öðrum efnum og nær allt ólífrænt efni á jörðinni hefur einhvern tíma tengst súrefni. Langflestir málmar finnast einungis í súrefnissamböndum og í jarðvegi, grjóti og bergi eru súrefnisrík málmsambönd.

Þessi efni geta ekki brunnið vegna þess að þau eru þegar komin í efnasambönd með súrefni og í því tilliti má líta á þau sem eins konar ösku.

 

Vatn hefur svo þann sérstaka eiginleika að geta slökkt eld. Það stafar bæði af því að vatn getur ekki brunnið og svo því að vatn hefur einstaka hæfni til að drekka í sig hita.

 

Það krefst mikillar orku að hita vatn og sú orkusöfnun stelur hita úr brunanum. Hitastigið fellur niður fyrir þær 400-500 gráður sem þarf til að viðhalda brunanum og eldurinn slokknar þess vegna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is