Náttúran

Góðar fréttir: Unnt væri að bjarga heimshöfunum á 30 árum

Björgun heimshafa er enn ekki um seinan. Rannsóknir hafa leitt í ljós að við getum endurheimt vistkerfi sjávarins fyrir árið 2050.

BIRT: 20/06/2023

Stunduð er ofveiði á þriðjungi fisktegunda heimshafanna og náttúruleg heimkynni sjávardýranna eru að miklu leyti horfin. Höfin hafa hlýnað, eru súrefnissnauðari og mengun í þeim hefur aukist.

 

Þó svo að öll von kunni að virðast vera úti, þá er sú engan veginn raunin.

 

Rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Nature gefur til kynna að höfin og dýralífið í þeim búi yfir undraverðum viðnámsþrótti og að tilraunir okkar í þá veru að vernda höfin hafi í raun borið árangur.

 

Vísindamennirnir draga þá ályktun að unnt sé að koma heimshöfunum á réttan kjöl fyrir árið 2050.

 

Hundruð jákvæðra vísbendinga

„Við höfum yfir að ráða nokkrum aðferðum sem gætu gert okkur kleift að skapa heilnæm höf fyrir barnabörnin okkar og búum að sama skapa yfir þeim tækjum og tólum sem með þarf til að þetta takist,“ skrifar aðalhöfundur greinarinnar, Carlos Duarte sem er prófessor í sjávarlíffræði.

 

Hann, ásamt hópi vísindamanna frá tíu löndum, hefur stundað rannsóknir á svæðinu í því skyni að öðlast yfirsýn yfir stöðu heimshafanna og þeir fundu hundruð jákvæðra vísbendinga.

 

Sjávarvísindamennirnir bentu m.a. á að þrýstingurinn frá útgerð í viðskiptaskyni sé minni en áður. Hlutfall sjálfbærra fiskveiða hækkaði úr 60% á árinu 2000 upp í 68% árið 2012.

 

Þá hefur hlutfall sjávardýra í útrýmingarhættu jafnframt dregist saman úr 18% á árinu 2000 niður í 11,4% árið 2019.

 

Þá má einnig geta þess að helmingur sjávarspendýra er í raun í sókn og nægir í því sambandi að geta þess að hnúfubaksstofninn hefur aukist í 40.000 dýr frá því að telja aðeins nokkur hundruð dýr árið 1968. Hnúfubakurinn flyst milli Suðurskautslandsins og Ástralíu eftir árstíðum.

 

Friðun og stjórnun skiptir sköpum

Árið 2000 var innan við eitt prósent heimshafanna friðað en í dag á það við um átta prósent þeirra. Vísindamenn eru sammála um að þess háttar aðgerðir skipti sköpum fyrir sjávardýrin.

 

Ef við hættum að deyða lífið í sjónum kemur það í rauninni til baka til okkar, því það býr yfir undraverðum viðnámsþrótti.

 

Fyrir bragðið ætti lausnin að liggja í augum uppi. Við þurfum að grípa til aðgerða núna og hrinda í framkvæmd í auknum mæli aðferðum sem hafa gagnast svo vel á undanförnum áratugum:

 

Hafa hemil á fiskveiðum, friða dýrategundir í útrýmingarhættu, draga úr sjávarmengun, vernda fleiri og stærri svæði hafsins og það sem mest er um vert, halda hnatthlýnun í skefjum.

 

Slíkar aðgerðir myndu kosta á bilinu 1.200 til 2.400 milljarða íslenskra króna árlega en vísindamenn eru sannfærðir um að slíkar fjárfestingar myndu færa okkur aftur tífalda upphæðina.

 

Með því að tryggja sjávarumhverfið værum við nefnilega jafnframt að tryggja lífsviðurværi milljarða.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.