Náttúran

Leystu loftslagsvandann á þínu eigin heimili

Getur þú leyst loftslagsvandann og sparað peninga um leið? Svarið er já. Lifandi vísindi hafa tekið saman fimm einföld ráð sem geta hjálpað þér að minnka kolefnissporið.

BIRT: 02/02/2023

Notar þú sparperur, þværð föt í köldu vatni og hjólar í vinnuna? Þá hefurðu nú þegar nýtt allra einföldustu ráðin til að draga úr þínu eigin kolefnisspori. En hvert er þá næsta skref? Hvernig geturðu dregið enn meira úr þinni eigin losun?

 

Svörin er að finna hér á eftir. Þú getur byrjað strax og ef þú fylgir þessum leiðbeiningum verður sparnaðurinn umtalsverður á ári hverju.

 

Matarleifar

Nýttu allar matvörur

CO2-sparnaður: 200 kg á mann á ári

Af hverju?

Að sögn Sameinuðu þjóðanna eiga ónýt matvæli sök á 8-10% af koltvísýringslosun heimsins. Þegar þú hendir t.d. ofþroskuðu avocado ertu um leið að henda öllu því vatni og þeim áburði sem fór í ræktunina. Sama gildir um jarðefnaeldsneytið sem fór í að flytja ávöxtinn til þín alla leið frá Mexíkó. Það er góð og gild ástæða til að fullnýta allan mat.

 

Hvernig?

Þú getur fengið hjálp til að draga mikið úr matarsóun með því að nýta þér ýmis símaöpp sem bjóða uppskriftir á grundvelli afganganna í kæliskápnum, gefa ráð um geymslu eða sýna þér lista yfir veitingahús sem gefa það sem umfram verður. Matarsóun má líka halda í lágmarki með því að gera t.d. vikumatseðil og kaupa inn samkvæmt honum, sleppa magnafsláttarvörum og nota eina hillu í kæliskápnum undir vörur sem eru að renna út.

 

Grænmeti

Ræktaðu matjurtir í gluggakistunni

CO2-sparnaður: 1 kg á hvert kg.

Af hverju?

Kolefnisspor hverrar kaloríu úr plöntu er aðeins 1/10 til 1/40 af samsvarandi kjötneyslu. Kolefnisspor jurtafæðu má lækka enn frekar með heimaræktun. Vegna flutninga er kolefnisspor innfluttra epla fjórfalt stærra en ef þú getur ræktað epli í garðinum. Mismunurinn getur þó minnkað ef þú þarft upphitað gróðurhús.

 

Hvernig?

Þú getur dregið úr kolefnissporinu með því að rækta eigið grænmeti – hérlendis jafnvel þótt þú þurfir gróðurhús í garðinum. En það er hægt að rækta salat, grænkál, spínat, radísur og ýmsar kryddjurtir í gluggakistunni. Jafnvel tómata eða gúrkur. Ef þú hefur stórar svalir geturðu bætt við smáræði af kartöflum, gulrótum og ræktað lauk í fötu.

 

Hiti

Stýrðu upphitun skynsamlega

CO2-sparnaður: 375 kg á ári á heimili

Af hverju?

Kolefnisspor húshitunar ræðst af mörgum þáttum og Íslendingar sleppa hér mun betur en margir aðrir og spara því minna en hér er sýnt. En það má samt spara talsvert með því að stýra hituninni. Sums staðar geta varmadælur komið að góðu haldi. Nýjar lausnir, einkum stillanlegar og sjálfvirkir hitastillar geta sparað mikið.

 

Hvernig?

Besta stýring á upphitun næst með hinum nýju forritanlegu stillitækjum. Framleiðendur segja þessi tæki geta sparað allt að 30% af húshitunarkostnaði. Að hluta til gerist þetta með háþróuðu stýrikerfi sem lærir þarfir fjölskyldunnar og dagleg verkefni og lagar hitastýringuna að aðstæðum, lækkar t.d. hitann yfir nóttina og hádaginn þegar enginn er heima.

 

Ending

Auktu endingartíma hlutanna

CO2-sparnaður: 25 kg á ári á hvert tæki (með tvöföldun endingar)

Af hverju?

Áður en þú tekur nýja snjallsímann í notkun hefur hann þegar kostað 55 kg koltvísýringslosun. Það samsvarar nokkurn veginn fataþvotti fjölskyldu í heilt ár. Kolefnisspor nýrra spjald- og fartölva er enn stærra. Svipað gildir raunar um föt. Tölur frá Evrópudeild Sþ (UNECE) sýna að tískuiðnaðurinn er ábyrgur fyrir 2-8% af heildarlosun gróðurhúsalofts.

 

Hvernig?

Þar eð framleiðsla snjalltækja og fatnaðar veldur mikilli losun getum við lagt mikið af mörkum með því að draga úr notkun. Það gerist með bættri endingu. Ef símaskjár brotnar, skiptu þá um skjá en ekki allan símann. Sama gildir um fatnað. Fyrir bara 20 árum átti fólk föt um tvöfalt lengri tíma en nú er raunin.

 

Orka

Framleiddu eigin orku

CO2-sparnaður:Allt að 0,4 kg á kWh

Af hverju?

Eitt mikilvægasta skrefið á leiðinni að kolefnishlutleysi er að vinna græna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Greining frá 2017 sýndi t.d. að kílóvattstundin frá sólarorku kostar 6 gramma losun á móti 109 grömmum frá kolaorku. Því miður eru sólskinsstundir á Íslandi of fáar til að ná miklum sparnaði en með því að setja upp sólþiljur, er það gerlegt.

 

Hvernig?

Vinsæl sólþiljustærð er 100 vött. Slík þilja er um 120×50 cm og framleiðir 0,1 kílóvattstund á tímann. Það dugar til að hlaða snjallsíma, fartölvu og t.d. rafhlöðu í blátannarhátalara. Eftir fáein ár verður svo hægt að fá gagnsæjar sólþiljur sem koma í staðinn fyrir venjulegt gler í gluggum. Sparnaðurinn er þó sem sagt óverulegur ennþá.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is