Fiskar, háfar, kolkrabbar og sæskjaldbökur eru allt hárlausar skepnur en einn hópur lagardýra sker sig úr. Hvalir eru sjávarspendýr og það eru almenn einkenni spendýra að hafa hár eða feld.
Í vatni eru hárin þó til trafala og hárin hafa nánast alveg horfið af hvölum á þeim 50-60 milljón árum sem liðin eru síðan forfeður þeirra skriðu um á þurru landi.
Einhverjar hárleifar eru þó enn eftir en hárvöxturinn sáralítill og reyndar dálítið misjafn eftir tegundum.
Yfirleitt eru nú ekki eftir nema 30-100 hár á hverjum hval. Hjá sumum tegundum eru þau orðin nánast ósýnileg en hjá öðrum vaxa hárin aðeins á fósturstigi. Hársekki er einkum að finna á trjónu og kjálkum – á sömu stöðum og mörg landspendýr hafa veiðihár.
Hnúfubakar eru með þreifara
Einna skýrust eru ummerki hára á hnúfubak. Í hnútunum á höfði hnúfubaks eru hársekkir og eins konar hár sem virka líkt og þreifarar og hjálpa hvalnum að skynja hreyfingar eða titring í vatninu.
Þótt það litla sem eftir er af hárum séu fyrst og fremst þróunarsögulegar leifar, hafa þau enn vissu hlutverki að gegna hjá sumum tegundum.
30-100 hár eru á fullorðnum hval. Fjöldi og staðsetning eru mismunandi eftir tegundum.
Púlsmælingar á stærstu skepnu jarðar komu líffræðingum á óvart. Hjarta steypireyðar þarf að skila nánast óvinnandi verki.