Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Púlsmælingar á stærstu skepnu jarðar komu líffræðingum á óvart. Hjarta steypireyðar þarf að skila nánast óvinnandi verki.

BIRT: 16/04/2024

Í fyrsta sinn hefur tekist að mæla hjartslátt steypireyðar og niðurstöðurnar komu vægast sagt á óvart.

 

Hjartað getur nefnilega farið alveg niður í tvö slög á mínútu meðan hvalurinn kafar eftir æti.

 

Vísindamenn hjá Stanfordháskóla fengu einstætt tækifæri til að gera slíkar mælingar þegar þeir komust í návígi við steypireyði á Monterayflóa við Kaliforníu.

Líffræðingar festu púlsmæli við steypireyði og fylgdust með hjartslættinum í níu klukkutíma.

Með sex metra löngum stöngum tókst þeim að festa púlsmæli með sogskálum við hvalinn og gátu eftir það fylgst með hjartaslögunum í níu klukkustundir.

 

Hægir á hjartslætti í köfun

Fyrirfram var vitað að þegar hvalir kafa deilist súrefnisríkt blóð mjög ójafnt.

 

Mest fer til heilans og hjartans sjálfs en önnur líffæri fá mun minna.

 

Þetta gerði hvalnum kleift að kafa lengi og allt niður á 300 metra dýpi en um leið fækkaði hjartaslögunum.

Hvalurinn dregur úr súrefnisnotkun

Í köfun lækkar púls steypireyðar mikið og heilinn fær mest súrefni.

Hjartað í hægagangi

Í köfun sem getur varað meira en 15 mínútur, slær hjarta steypireyðar aðeins 2-4 sinnum á mínútu.

Súrefnisgeymarnir fylltir í snarheitum

Um leið og hvalurinn kemur úr kafi eykst hjartslátturinn upp í meira en 30 slög á mínútu og súrefnisríkt blóð streymir til allra líffæra.

Þegar hvalurinn kom aftur upp á yfirborðið hækkaði púlsinn meðan hann sótti sér nýtt súrefni.

 

Á mörkum hins mögulega

Á þeim níu tímum sem líffræðingarnir fylgdust með hvalnum reyndist lengsta köfun vara í 16,5 mínútur og hann var aldrei lengur en fjórar mínútur í senn uppi við sjávarborðið að sækja sér súrefni.

 

Púlsmælirinn sýndi að í kafi fór púlsinn allt niður í tvö slög á mínútu en hins vegar upp í allt að 37 slög á mínútu við yfirborðið.

 

Munurinn á þessu há- og lágmarki kemur vísindamönnum á óvart en þeir telja að hvalshjartað vinni mjög nálægt mörkum hins mögulega.

 

Sem trúlega er skýring þess að aldrei hefur nokkur skepna náð meiri stærð en steypireyðurin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is