Search

Gráðugur drápshvalur réði ríkjum í höfum fortíðar

Til þessa óþekktur hvalur með ginið fullt af allt að 36 sm löngum tönnum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Eitt stærsta rándýr í sögu heims er nú fundið í Perú. Risavaxinn hvalur með ógnvænlegar tennur. Fræðimenn hafa nefnt risann Leviathan melvillei til heiðurs rithöfundinum Hermann Melville sem árið 1951 skrifaði hina heimsfrægu sögu „Moby Dick“ um eltingarleikinn við hinn skelfilega hvíta búrhval.

 

Beinagrindin er 12 – 13 milljón ára gömul og Oliver Lambert við Institut Royal des Senses Naturelles de Belgique í Brussell, Belgíu, segir drápshval þennan hafi barist við 15 m langan hákarl, Megalodon, um yfirráð í heimshöfunum.

 

Feiknarlegir kjálkar fornhvalsins voru alsettir allt að 36 sm löngum tönnum og því var Leviathan melvillei með eitthvert ógnvænlegasta gin sögunnar. Með því gat hann skjótt flensað stærðarinnar bráð í smá stykki.

 

Vísindamenn þekkja þegar til slíkra tanna úr öðrum fundum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir finna höfuðkúpu og geta séð hvaðan tennurnar eru komnar. Enn skortir að finna hryggjarsúluna en þeir áætla að hvalurinn hafi verið um 17 m langur rétt eins og stærsti núlifandi tannhvalurinn – búrhvalurinn.

 

En meðan búrhvalurinn er einungis tenntur í neðri kjálkanum og sýgur risasmokkfiska upp í sig fremur en að rífa þá í sundur, hafði fornhvalurinn tennur í bæði efri og neðri kjálka. Slitmerki á tönnunum sýna að fornhvalurinn hefur bitið og tuggið eins og háhyrningarnir gera.

 

Til þess að fullnægja orkuþörf sinni hefur fornhvalurinn vafalítið ráðist til atlögu gegn öðrum stórum dýrum sjávar eins og t.d. skíðishvölum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is