Hvernig getur steypireyður lifað á hvalaátu?

Ég furða mig oft á því hvernig jafnstórt dýr og steypireyður getur látið sér nægja að lifa á agnarsmárri átu. Hvernig er þetta hægt?

BIRT: 24/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvalaáta er krabbasvifdýr, sem minnir einna helst á rækju, og stærstu tegundirnar verða einungis sjö sentímetrar á lengd.

 

Ástæða þess að steypireyðurin, sem er stærsta dýr sem vitað er að lifað hafi, getur lifað á agnarsmárri átunni er sú að átan lifir í kílómetra löngum torfum og þá hefur steypireyðurin jafnframt þróað mjög áhrifaríka aðferð við veiðarnar.

 

Duglegur við veiðar

Vísindamenn gera því skóna að sumar átutegundir lifi svo þétt að hver rúmmetri sjávar geti rúmað alls 770.000 dýr.

 

Veiðitækni steypireyðarinnar  gerir hvalnum kleift að innbyrða í einu ríflega tvö tonn af átu og vinna úr fæðunni þúsundfalt meiri orku en dýrið notar við veiðina.

Áta u.þ.b. 7 sm.

Þessi miklu afköst steypireyðarinnar eru ein helsta ástæða þess að dýrin verða ríflega 30 metrar á lengd og vega rösklega 150 tonn.

 

Margir vísindamenn telja að steypireyðurin noti bergmálstækni til að finna átuna. Þegar átan er fundin, syndir hvalurinn á miklu hraða inn í torfuna, þar sem hann opnar skoltinn leiftursnöggt til að mynda undirþrýsting og við það streymir átan inn í kjaft dýrsins.

 

Steypireyðurin myndar undirþrýsting í sjónum

Þegar steypireyður eltist við bráðina syndir hún á ógnarhraða inn í hvalaátutorfu. Þar myndar hvalurinn undirþrýsting með kjálkunum, þannig að sjór og áta streyma inn í skoltinn.

 

1. Hvalurinn syndir á miklum hraða inn í hvalaátutorfu.

 

2. Kjafturinn, sem er útbúinn allt að fimm metra löngum kjálkum,  opnast leiftursnöggt og myndar undirþrýsting í sjónum.

 

3. Hartnær 80 rúmmetrar af sjó, fullum af átu, streyma inn í skolt dýrsins, sem getur þanist út líkt og teygjanlegur sekkur.

 

4. Þegar kjafturinn er orðinn fullur lokast neðri kjálkinn aftur á leifturhraða.

 

5. Hvalurinn síar átuna úr sjónum með skíðunum og tungunni.

Hvalveiðimenn drápu 97% allra hvala

Á árunum milli 1904 og 1966 drápu hvalveiðimenn allt að 360.000 steypireyðar. Þegar mestu veiðarnar stóðu yfir töldu dýrin einungis þrjú prósent af af upprunalegum fjöldanum.

 

Í dag vita vísindamenn enn ekki fyrir víst hvort jafnvægi kemst á stofninn aftur, eftir þessa gífurlegu rányrkju sem stunduð var á dýrunum.

BIRT: 24/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is