Af hverju synda hvalir upp á land?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess að hvalir, sem virðast fullkomlega heilbrigðir, stranda og drepast þá yfirleitt. Oft synda þeir beint upp í fjöru aftur eftir að tekist hefur að bjarga þeim.

 

Af þeim gögnum sem skráð hafa verið um strandaða hvali er vitað að tannhvalir synda mun oftar í strand en skíðishvalir. Hvalir sem yfirleitt halda sig úti á rúmsjó og hafa þar af leiðandi ekki reynslu af að ferðast um grunnsævi, virðast líka fremur synda í strand.

 

Vísindamenn eru sammála um að hvalirnir ruglist í ríminu vegna þess að bergmálsstaðsetningartækni þeirra verða fyrir truflun og þeir tapa áttum. Þetta gæti stafað af óvenjuerfiðum straumum og veðri eða veiklun vegna sjúkdóma og sníkjudýra.

 

Staðhættir og aðstæður við ströndina geta sums staðar virkað sem eins konar hvalagildrur.

 

Hvalasérfræðingar hafa rannsakað strandsvæði þar sem hvalavöður synda oft á land og komist að raun um að þetta eru oft víkur eða flóar þar sem sjávarbotn er flatur og sendinn og halli inn að ströndinni sáralítill.

 

Þessi litli halli á æ grynnra vatni getur truflað bergmálshæfni hvalanna ef þeir eru ókunnugir þessum slóðum.

 

Aðrir vísindamenn telja að hvalirnir láti glepjast inn á grynningarnar þegar þeir elta bráð, eða vegna þess að þeir séu sjálfir á flótta.

 

Sumir vísindamenn skýra strandið með samheldni hvalanna og telja að neyðarkall frá einu strönduðu dýri leiði til þess að hinir hvalirnir hyggist koma til bjargar.

 

Enn aðrir álíta að á ferðalögum taki hvalir stefnu út frá segulsviði jarðar og truflanir geti komið þeim til að villast af leið, rétt eins og hávaði frá skipum eða sprengingum neðansjávar getur truflað hæfni hvalanna til að halda áttum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is