Geta hvalir gleypt fólk?

Bandarískur kafari hélt því fram fyrir skemmstu að hvalur hefði gleypt sig – en geta hvalir raunverulega gleypt fólk? Og getur fólk lifað það af að lenda í maga hvals?

BIRT: 24/11/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

 

Árið 2021 staðhæfði bandarískir humarkafari að hnúfubakur hefði gleypt sig og síðan spýtt sér út aftur.

 

Þessi furðulega frétt vakti mikla athygli í fjölmiðlum en geta hvalir í raun réttri gleypt fólk?

 

Hvalir geta veitt fólk í skoltinn á sér

Hvalir í heimshöfunum skiptast í tvo undirættbálka, en þeir eru:

 

  • Skíðishvalir
  • Tannhvalir

Enski sjómaðurinn James Bartley er sagður hafa fundist lifandi í kviðarholinu á búrhveli árið 1891, en búrhveli eru tannhvalir. Hins vegar flokkast hnúfubakurinn, sem spýtti bandaríska kafaranum út úr sér, sem skíðishvalur.

 

Búrhvelið er eina hvalategundin sem er með nægilega stórt vélinda til að gleypa mennska veru. Hins vegar myndi manvera sú fljótt vera mulin í spað, kæfð og tærð með sýru.

 

Skíðishvalir leggja aðallega sér til munns svif eða ljósátu – örsmá krabbadýr sem minna á rækjur – með því að fylla ginið af óheyrilegu magni sjávar og sía það svo út í gegnum langar, hreyfanlegar plötur, sem kallast skíði.

 

Vélinda hvalsins getur einungis þanist út þannig að þvermálið nemi 30 til 38 cm, sem er engan veginn nógu stórt op fyrir fullvaxinn einstakling.

 

Ef sagan reynist vera sönn hlýtur hnúfubakurinn úti fyrir ströndu Bandaríkjanna að hafa spýtt kafaranum út úr sér þegar sjórinn var að síast í gegnum skíði hans.

 

Þannig étur hnúfubakurinn

Hnúfubakurinn fær fæðuna með því að sía út úr skoltinum óheyrilegt magn sjávar.

 

Hvalurinn gleypir sjó

Neðri kjálki hvalsins opnast upp í 90 gráður og gleypir í sig sjó sem er sneisafullur af svifi og ljósátu. Hnúfubakurinn gleypir iðulega 20.000 lítra sjávar í einni munnfylli.

Kjafturinn lokast

Hvalurinn lokar efri kjálkanum niður þannig að skíðin mynda lokað rými sem svif og ljósáta synda um í.

Hvalurinn síar út sjóinn

Vöðvar í maga hvalsins virkjast, ásamt tungunni, og þannig myndast gríðarlegur kraftur sem þvingar sjóinn út milli skíðanna, en fæðan verður eftir í skoltinum.

 

Tannhvalir eru á hinn bóginn með stærra vélinda en skíðishvalir, því þeir geta lagt sér til munns stærri bráð. Stærsti tannhvalurinn, búrhvelið, gleypir iðulega margra metra risakolkrabba og gæti fyrir vikið hæglega gleypt fólk.

 

Að öðru leyti stenst lygasagan um Englendinginn James Bartley ekki skoðun. Líkt og við á um kýr hafa búrhveli yfir að ráða mörgum mögum, sem hver gegnir sínu einstaka hlutverki.

 

Fyrsti maginn samanstendur t.d. af níðsterkum vöðvaveggjum sem mylja fæðuna, sökum þess að hvalir eru ekki færir um að tyggja. Næsti magi brýtur síðan fæðuna niður og meltir hana með sýrum og ensímum.

 

Slíka meðhöndlun gæti engin mennsk vera lifað af.

 

BIRT: 24/11/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is