Náttúran

Aldrei sést áður: Háhyrningar drepa steypireyði

Það er ekki algengt að sjá háhyrning éta stærsta dýr í heimi. Reyndar hefur það aldrei sést - fyrr en nú.

BIRT: 16/12/2022

Sjávarlíffræðingar höfðu lengi efast um það hvort háhyrningar væru færir um að veiða og drepa steypireyðar. En nú hafa vísindamenn við Cetacean Research Center séð með eigin augum þrjár slíkar árásir við Bremer Bay í suðvesturhluta Ástralíu.

 

Tvær þeirra sáu þeir árið 2019 og svo þá þriðju árið 2021. Stórir hópar háhyrninga eltu steypireyði miskunnarlaust í langan tíma og rákust svo að lokum harkalega á hvalinn til skiptis, drekktu honum og átu.

 

Tungan étin fyrst

Í fyrstu árásinni var það heilbrigð fullorðin steypireyður, tæplega 22 metrar löng, sem var drepin. Samkvæmt rannsókn sjávarlíffræðinga rifu allt að 50 háhyrningar í sig deyjandi steypireyðina í sex tíma blóðugri átveislu.

 

Háhyrningarnir syntu meðal annars að munni steypireyðarinnar til að fá sér bita af næringarríkri tungu hvalsins á meðan hann var enn á lífi.

 

Hinar tvær árásirnar voru gegn tveimur smærri steypireyðarkálfum, annar um tólf metra langur og hinn um 14 metrar. Þeir voru eltir allt að 24 kílómetra af um 25 háhyrningum.

Háhyrningar ná sér í bita af tungu lifandi hvalsins.

Háhyrningar eru stór og snögg rándýr

  • Háhyrningur er tannhvalur sem tilheyrir höfrungaættinni. Hann er stærsta höfrungategund í heimi.

 

  • Háhyrningar finnast í öllum heimshöfum, allt frá norðurskautssvæðum til hitabeltishafa, og eru – miðað við flatarmál – annað útbreiddasta spendýrið í heiminum á eftir manninum.

 

  • Háhyrningar geta synt á allt að 56 km/klst.

 

  • Tarfarnir verða allt að 10 metrar að lengd og geta vegið u.þ.b. 10.000 kg.

 

  • Þeir lifa jafnan í fjölskylduhópum með um 10-50 dýrum og geta náð 90 ára aldri.

 

  • Háhyrningurinn er á toppi fæðukeðjunnar – þ.e. rándýr efst í fæðukeðjunni sem étur önnur stór dýr.

 

Heimild: Whale and Dolphin Conservation

Örvæntingarfullar mæður stjórnuðu för

Áður höfðu vísindamenn gert ráð fyrir að aðeins stærstu og sterkustu tarfarnir gætu drepið risastóra steypireyði. Ef það væri á annað borð hægt.

 

En samkvæmt þessum nýju uppgötvunum voru það kýrnar sem voru sérlega árásargjarnar og voru í fararbroddi í árásunum því þær voru í örvæntingu sinni að finna æti handa afkvæmum sínum.

 

Vísindamenn hafa áður séð háyrninga drepa nánast allar aðrar helstu hvalategundir, en aldrei steypireyði – fyrr en nú. Þeir kalla árásirnar þrjár stærstu árekstra jarðar á milli rándýrs og bráðar.

 

Hér má sjá stórkostlegt myndband sjávarlíffræðinga þar sem allt að 50 háhyrningar drápu fullorðna steypireyði í mars 2019.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Denis Rivin

© John Daw / Australian Wildlife Journeys, Cetacean Research Centre

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.