Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

36.000 tonna stálskýli hylur nú kljúf 4 í Tjernobylverinu sem 1986 olli versta kjarnorkuslysi sögunnar. En hvað á að gera við geislavirknina þar inni?

BIRT: 22/07/2024

Tjernobyl-slysið er talið versta kjarnorkuslys sem orðið hefur.

 

Þann 26. apríl 1986 varð sprenging eftir mannleg mistök í tengslum við hefðbundna prófun. Byggingin utan um kjarnakljúfinn galopnaðist og mikil geislavirkni barst út í andrúmsloftið.

 

50.000 manns voru flutt burtu frá borginni Pripjat í skyndingu og var ekki leyft að snúa aftur. Enn nær bannsvæðið 30 kílómetra til allra átta.

 

Bráðinn kjarnakljúfurinn hefur nú verið lokaður inni í risastóru grafhýsi úr stáli. Það kallast New Safe Confinement, er 110 metra hátt og vegur 36.000 tonn, þrefalt meira en Eiffelturninn. Byggingunni er ætlað að endast í a.m.k. 100 ár og hún á að þola jarðskjálfta upp á 6 á richter.

 

Inni í byggingunni er þó enn gríðarlegt magn geislavirkra efna sem fyrr eða síðar þarf að losna við.

 

Vélmenni verða að vinna hættulegt verk

Á fyrstu mánuðunum eftir slysið var steinsteypt bygging reist með hraði yfir kljúfinn til að halda geisluninni inni.

 

Þessi steinsteypa er nú tekin að molna og stefnan hefur verð tekin á að nota róbóta til að rífa hana og koma geislavirku efnunum fyrir á öruggan hátt í nágrenninu. Að því loknu verður sjálft gamla kjarnakljúfshúsið rifið og leifar kjarnakljúfsins fjarlægðar.

 

Áætlað er að þessi vinna standi til ársins 2065 eða svo og treyst verður á tæknina í stórum stíl.

 

Nýja stálbyggingin er þannig gerð að í loftinu eru teinar og tveir stórir kranar sem eiga að gera kleift að flytja vélarma og önnur tæki, svo sem griparma, loftpressur og rafskurðarvélar yfir kljúfinn. Kranarnir geta hvor um sig lyft 50 tonnum.

Spár sýna að rafmagnsskortur verður í Evrópu í vetur sem og í framtíðinni. Væri ekki hægt að leysa hvort tveggja með kjarnorku?

Vélkranar rífa niður kjarnakljúfshúsið

Til að leggja ekki mannslíf í hættu vegna hágeislavirkra efna á að rífa ónýta kjarnakljúfinn með fjarstýrðum tækjum.

1. Molnandi steypa fjarlægð

Steinsteypta bráðabirgðahúsið frá 1986 gæti mögulega hrunið og verður það fyrsta sem þarf að víkja. M.a. þarf að skera steypustyrktarjárnið í þakplötunni.

2. Kjarnakljúfshúsið rifið

Næsta skref er að rífa það sem eftir stendur af upprunalegu byggingunni. Það á m.a. að gera með loftpressu og tröllvaxinni ryksugu sem hefur kraft til að soga upp öll brot.

3. Bráðinn kljúfur tekinn

Að lokum kemur röðin að geislavirkasta efninu sem liggur á botninum. Tækin verða varin með títani og notuð verða raftæki úr wolfram og bór sem standast geislunina.

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

© K Budzynski/Shutterstock. © Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is