Er kjarnorka lausnin á orkukreppunni?

Spár sýna að rafmagnsskortur verður í Evrópu í vetur sem og í framtíðinni. Væri ekki hægt að leysa hvort tveggja með kjarnorku?

BIRT: 20/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Núverandi orkukreppa í Evrópu stafar af miklum skorti á olíu og gasi frá Rússlandi. Kreppuna er ekki hægt að leysa með kjarnorku.

 

Þrátt fyrir að kjarnorka sé fræðilega séð nokkuð einföld, er smíði kjarnaofns gríðarlega flókin og það tekur að meðaltali sjö ár að byggja nýtt kjarnorkuver. Væri ákvörðun tekin í dag um slíka smíði yrði rafmagn ekki farið að streyma um leiðslurnar fyrr en árið 2029.

Til lengri tíma litið gæti kjarnorka vissulega fullnægt allri rafmagnsþörf Evrópu en það yrði óheyrilega kostnaðarsamt. Árið 2021 framleiddu um 180 evrópsk kjarnorkuver samanlagt 883 teravatt-stundir af rafmagni. Samanlögð notkun álfunnar var hins vegar 4.032 teravatt-stundir.

 

Kjarnaofnar þyrftu að spretta upp út um allt

Eigi kjarnorka að anna allri eftirspurn Evrópubúa eftir rafmagni, þyrfti að fjór-eða fimmfalda framleiðsluna – þrátt fyrir að hún haldist óbreytt. Evrópa myndi þannig enda með minnst 800 kjarnorkuver.

 

Ef við höldum í núverandi vindmyllur, sólarsellur og vatnsorkuver og bætum upp skort á 1.478 teravatt-stundum með kolum, olíu og gasi, gætu um 300 ný kjarnorkuver dugað fyrir Evrópu.

 

En líklega myndi það aldrei borga sig.

 

Útreikningar á svonefndu Levelized cost of electricity, þar sem tekið er mið af öllum útgjöldum við smíði orkuvera, þá kemur í ljós að vindorka hefur verið ódýrari en kjarnorka frá árinu 2011 og sólarorka frá árinu 2014.

3,98 sinnum hærra yrði meðaltalsverð á rafmagni frá kjarnorkuveri miðað við rafmagn frá vindmyllu sem tekin er í notkun sama ár.

BIRT: 20/01/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is