Náttúran

Hvað ef allar örverurnar hyrfu?

Hvaða áhrif hefði það á lífið á jörðinni ef við hefðum ekki lengur örverur á borð við bakteríur og veirur?

BIRT: 07/10/2024

Aldrei framar matareitrun, ekkert kvef, engir banvænir sjúkdómsfaraldrar. Tilveran án örvera getur við fyrstu sýn haft sinn sjarma. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta yrðu endalokin.

 

Örverur eru alls staðar – í jarðvegi, höfum, lofti, dýrum og plöntum og meira að segja þrífast sumar við mjög öfgakenndar aðstæður, t.d. í heimskautafrosti eða glóðheitum eyðimörkum. Í heildarlífmassa allra dýra á hnettinum eru um 2 gígatonn af kolefni en í lífmassa allra örvera eru 70 gígatonn af kolefni.

 

Án örveranna yrði heimurinn fljótur að breytast. Dýr og plöntur stæðu frammi fyrir mjög erfiðum vandamálum.

 

Allt mun hrynja

Örverur gegna nefnilega lykilhlutverki varðandi hringrás lífsnauðsynlegra efna í lífríkinu, svo sem kolefnis, köfnunarefnis og súrefnis.

 

Örverur umbreyta t.d. koltvísýringi úr gufuhvolfinu í lífmassa sem dýr og plöntur nota til næringar.

 

Köfnunarefni hefur líka afgerandi þýðingu fyrir vöxt plantna. Plönturnar geta þó ekki nýtt köfnunarefnið beint úr andrúmsloftinu, heldur fer það í gegnum eins konar forvinnslu örvera áður en plönturnar nýta það í prótín, DNA og blaðgrænu.

 

Þessu til viðbótar fá allt að 90% allra þurrlendisjurta stóran hluta næringar sinnar og vatns fyrir tilverknað smásærra sveppa í rótakerfinu. Án örvera hryndi lífríkið á örskömmum tíma.

 

En það er engin ástæða til að örvænta. Örverurnar hafa verið til staðar frá upphafi lífsins fyrir um 3,8 milljörðum ára og lifað af allar hamfarir sem leitt hafa til fjöldadauða tegunda. Þær eru því sennilega alls ekkert á förum.

Af hnöttum sólkerfisins er einna ólíklegast að finna lífverur á Venusi – en það gæti þó hugsanlega leynst í þessu glóandi heita víti. Bandarískt geimfar á nú að leita þar að lífverum.

Ekkert líf án örvera

Ef örverur hyrfu skyndilega hryndi lífríki jarðar.

1. Súrefni snarminnkar

A.m.k. 25% af súrefni í gufuhvolfinu kemur frá svonefndum cýanóbakteríum og smásæjum þörungum í sjó. Til viðbótar myndi súrefnisframleiðsla plantna dragast mjög saman án örvera.

2. Plönturnar hverfa

Örverur í jarðvegi hjálpa plöntum að taka til sín vatn og næringu, svo sem köfnunarefni, fosfór og magnesíum. Plöntugróður myndi strax veiklast mikið og síðan hverfa alveg.

3. Dýralífið hverfur

Án örvera og plantna eru menn og dýr líka bjargarlaus. Þegar dregur úr gróðri eykst baráttan um fæðu, samhliða því sem minna súrefni minnkar vöðvakraftinn.

HÖFUNDUR: © Shutterstock

© luchschenF/Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.