Dagur hinna sjö sofandi er kaþólskur helgidagur sem rekur sögu sína aftur til um 250 e.Kr.
Samkvæmt einni útgáfu sögunnar flúðu sjö kristnir menn undan ofsóknum Deciusar Rómarkeisara á hendur kristnum mönnum og leituðu skjóls í helli fyrir utan borgina Efesus í Vestur-Tyrklandi nútímans.
Rómversku hermennirnir ákváðu að refsa þeim með því að múra upp í innganginn að hellinum og hér, samkvæmt sögunni, sváfu sjömenningarnir – á algjörlega undraverðan hátt – í næstum 200 ár, þar til hirðir nokkur vakti þá árið 447.
Nývaknaðir fóru mennirnir úr hellinum og sögðu biskupi sögu sína og dóu síðan. Síðan þá hafa þeir verið hylltir sem dýrlingar og saga þeirra notuð sem rök fyrir upprisunni.
Mennirnir sofa líka í Kóraninum
Sagan af hinum sjö sofandi er til í dag í nokkrum útgáfum, þar sem nöfn, staðir, ártöl og aðrar upplýsingar eru mismunandi.
Sagan um hina sjö sofandi er einnig í Kóraninum sem þó segir ekki til um fjölda mannanna og í henni hafa mennirnir varðhund sem vakir yfir þeim á meðan þeir sofa.
Á meðan kristnir á miðöldum áttu það á hættu að festast ævilangt í hamingjusnauðum hjónaböndum, gátu hjón auðveldlega fengið skilnað á öðrum tímum.
Í stærsta hluta heimsins er dagur hinna sjö sofandi talinn vera 27. júlí en í hinum þýskumælandi hluta Evrópu og í Danmörku er hann talinn vera 27. júní.
Hér segir einnig gömul þjóðsaga að dagur hinna sjö sofandi spái fyrir um hvernig veðrið verði það sem eftir er sumars. Bændur hafa um aldir lagt trúnað á þetta, þannig að ef það rignir til dæmis 27. júní megi vænta þess að sumarið verði votviðrasamt.
Aðferðin er ekki alveg út í bláinn því veðurathuganir sýna að sterkir háloftavindar sem ráða veðrinu á jörðinni, haldast oft stöðugir vikum saman einmitt á þessum árstíma.