Logi getur virst einkar efniskenndur bæði vegna hitans og útlitsins og það þarf því ekki að undra þótt forn-grískir náttúruheimspekingar teldu eldinn meðal hinna fjögurra grundvallar- eða frumefna, eins og loft, vatn og jörð.
Og þeir voru heldur ekki á alrangri braut þegar þeir skiptu þessum frumefnum í létt og þung, en eldurinn og loftið töldust til fyrrnefnda flokksins.
Eldurinn er nefnilega í rauninni ekkert annað en lýsandi, eða réttara sagt glóandi lofttegundir. Logi á vaxkerti er gerður úr uppgufuðu og brennandi vaxi og eldur í arni er gerður úr þeim lofttegundum sem stíga upp frá brennandi viðnum.
Litur eldsins ákvarðast af hita brunans. Því blárri eða fjólublárri sem eldurinn er, því hærra er hitastigið. Glóðir eru iðulega rauðleitar enda hitastigið í þeim tiltölulega lágt, en eldur í logsuðutækjum getur verið blár eða ljósfjólublár.
Þótt kertislogi sé nokkurra þúsund gráða heitur, er hægt að renna fingri hratt í gegnum hann án þess að finna fyrir hitanum. Þetta stafar einmitt af því að eldurinn er í raun heitar lofttegundir og þannig orka í útþynntu formi.
LESTU EINNIG
