Sólarljósið hverfur ekki þegar það berst til jarðar, heldur endurkastast að hluta og að að hluta drekkur jörðin það í sig.
Þessu er lýst með fyrstu reglu varmafræðinnar, sem segir að orkan í þeirri rafsegulgeislun, sem myndar sólarljósið, varðveitist.
Yfirborðið hefur til að bera hæfni til að endurkasta hluta sólarljóssins. Þetta kallast endurskinshæfni, og það ljós sem endurkastast sjáum við sem liti.
Ef ákveðið yfirborð endurkastar öllu sýnilegu ljósi, sjáum við þann flöt hvítan.
Endurskinshæfni flatarins telst þá nálægt því að vera 1. Endurkasti flötur engu ljósi, sjáum við hann sem svartan og speglunarhæfnin er þá 0.
6% endurkastast af gufuhvolfinu.
20% endurkastast af skýjum.
4% endurkastast af yfirborði.
Gufuhvolf jarðar, ský og yfirborðið sjálft endurkasta um 30% af sólarljósinu og endurskinshæfni hnattarins er þannig um 0,30.
51% drekka land og sjór í sig.
19% drekkur gufuhvolfið í sig.
70% lenda í jörðinni og hnötturinn gefur þessa orku frá sér aftur sem uppgufun eða langbylgju-hitageislun.
6% endurkastast af gufuhvolfinu.
20% endurkastast af skýjum.
4% endurkastast af yfirborði.
30% ljóss endurkastast
Jörðin hefur endurskinshæfni upp á 0,3.
51% drekka land og sjór í sig.
19% drekkur gufuhvolfið í sig.
70% lenda í jörðinni og hnötturinn gefur þessa orku frá sér aftur sem uppgufun eða langbylgju-hitageislun.
Jörðin gefur frá sér jafn mikla orku og hún fær
Gufuhvolf jarðar, ský og yfirborðið sjálft endurkasta um 30% af sólarljósinu og endurskinshæfni hnattarins er þannig um 0,30.
Efsta jarðvegslagið drekkur í sig hin 70% sólarljóssins og orkan hækkar hitastigið.
Þennan hita gefur jörðin svo frá sér, annað hvort í formi langbylgju-hitageislunar, eða með uppgufun vatns.
Jörðin þarf sem sé að gefa að jafnaði frá sér jafnmikla hitaorku og hún tekur á móti til að viðhalda stöðugleikanum.
Hæfni plánetu til að endurkasta sólarljósi kallast endurskinshæfni. Endurskinshæfni jarðar er 0,30, sem merki að 30% sólarljóssins speglast aftur út í geiminn. Þessi tala er meðaltal af endurskinshæfni gufuhvolfsins, skýjanna og yfirborðs jarðar.