Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Hvernig stendur á því að sólin virðist oftast gul meðan tunglið er hvítt – það endurspeglar jú ljós sólar og ætti því að hafa sama lit?

BIRT: 13/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Margar gerðir missýnar hafa veitt sólinni og tunglinu mismunandi og breytilega liti á löngum tíma.

 

Í fyrsta lagi lýsir sólin sjálf meðan tunglið endurspeglar sólarljósinu.

 

Ljós sólar samanstendur af öllum litum, þ.e.a.s. það virðist hvítt er við skynjum alla litina í senn. En lofthjúpurinn dreifir einkum fjólubláum, gráum og grænum litbrigðum ljóssins. Þess vegna ná rauðir, rauðgulir og einkum gulir litir best til okkar þegar sólin er hæst á lofti.

 

Þegar sólin er lágt á lofti fer ljósið í gegnum stærri hluta lofthjúpsins á leiðinni. Lengstu bylgjulengdir ljóss – þær rauðu – eiga auðveldast með að leggja að baki lengri fjarlægðir og því virðist sólin vera rauðleit.

 

Eigin litur tunglsins – einkum grátt – virkar á það ljós sem tunglið endurkastar niður til okkar. Auk þess dreifist ljós tunglsins rétt eins og ljós sólar út í sameindum lofthjúpsins áður en það nær sjónum okkar.

 

Litur tunglsins virðist því breytast eftir stöðu þess á himni. En ljósstyrkur skiptir hér einnig nokkru máli.

Lofthjúpurinn gabbar augun

Sólin og tunglið virðast senda frá sér ljós með mismunandi litum en þetta er missýn.

Augað fangar ljós og liti

Aftast í auganu (a) erum við með stafi (b) sem eru ljósnæmir en greina ekki vel smáatriði. Keilurnar (c) þurfa öflugara ljós en fanga liti mun betur en stafirnir.

Litir sólar dreifast út

Sólarljós er allir litir – þ.e.a.s. hvítt – en sameindir í lofthjúpnum (c) dreifa einkum bláum og grænum hluta ljóssins (a). Gult, rauðgult og rautt (b) er því greinilega fyrir keilunum í augum okkar.

Ljós tunglsins nær til augnanna

Tunglið sem er grátt, endurspeglar sólarljósinu (a) sem dreifist í lofthjúpnum. Ljósið (b) er veikara en ljós sólar þannig að tunglið virðist oft vera hvítt en þó getur það einnig virst vera gult eða rautt, allt eftir stöðu þess.

Augun greina nefnilega heiminn með aðstoð stafa og keila. Stafirnir eru mun ljósnæmari en greina ekki vel smáatriði. Keilurnar eru ekki eins ljósnæmar en sé ljósið nægjanlega öflugt fanga þær hins vegar fleiri liti og smáatriði en stafirnir geta gert.

 

Öflugt sólarljós virðist því vera mun litríkara en veikt ljós tunglsins sem jafnan birtist okkur á svart-hvítum skala.

 

Himintunglið getur einnig framkallað aðra liti eins og fjólublátt og fölbleikt ef lofthjúpurinn er t.d. með mikið af sótögnum frá eldgosum eða skógareldum sem ljósið þarf af fara í gegnum.

BIRT: 13/03/2023

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is