Alheimurinn

Hvað gerist ef það slokknar á sólinni?

Það gerist að sjálfsögðu ekki strax á morgun en hverjar yrðu afleiðingarnar í raun ef það slokknaði skyndilega á sólinni? Hver vill kafa með okkur ofan í þetta vandamál?

BIRT: 16/08/2022

Að örfáum mínútum liðnum færi kuldinn að breiða úr sér. Örfáum dögum síðar næði hitastigið frostmarki um allan hnöttinn. Að einni viku liðinni dræpist öll uppskera á borð við maís, hrísgrjón og hveiti.

 

Jörðin fær nánast alla orku sína frá sólinni og ef slökkt yrði skyndilega á henni myndum við fljótt lenda í vondum málum.

 

Hér er hryllileg framtíðarsýnin í sólarlausum heimi:

30 mínútur án sólar: Vindur og hlýja láta undan síga

Miðað við mælingar í sólmyrkva er vitað að einungis hálftími án sólar hefur veruleg áhrif.


Eftir 38 mínútna hlutasólmyrkva yfir Bretlandseyjum árið 2015 mældu vísindamenn hitastigslækkun sem nam 0,83 gráðum og vindhraðaminnkun upp á 9%.


Hálftíma langur almyrkvi yfir jörðu myndi valda einnar til tveggja gráðu lækkun á hitastigi jarðar og orsaka svalara veður marga næstu daga á eftir.

Dagur án sólar: Dýr og plöntur skynja kuldann

24 klukkustundir án sólar geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir plöntur jarðar.

Ef sólin skín ekki í einn dag myndu áhrifin á dýr og plöntur verða alvarleg, ekki hvað síst á svæðum þar sem sjaldan gætir lágs hitastigs.


Dagur án sólar myndi sennilega valda þriggja gráðu lækkun hitastigs á heimsvísu.

Ein vika án sólar: Hitastig jarðar fer niður að frostmarki

Sjö dagar án sólar myndu valda því að hitinn færi niður í frostmark.

Næstum allar plöntur eru háðar birtu til að ljóstillífa.

 

Vika í myrkri myndi deyða stóran hluta af uppskeru jarðar og hafa veruleg áhrif á alla sem ekki geta leitað skjóls innanhúss. Hungursneyð og líffræðileg kreppa myndi geisa um allan heim í tvö til þrjú ár.

 

Hitastig við yfirborð jarðar félli niður fyrir frostmark á jörðinni allri.

Ár án sólar: Hnötturinn yrði að ófrjórri og líflausri ísbreiðu.

 Ár án sólar myndi frysta jörðina.

Ár án sólar myndi valda því að klakabrynja myndaðist á gjörvöllum hnettinum. Meðalhitinn færi niður í 73 stiga frost.


Myrkrið og nístandi kuldinn myndu setja allt líf á upphafspunkt, flest fólk og dýr væru látin og milljónir ára liðu áður en jörðin færi að jafna sig.

Rólegan æsing: Sólin skín ennþá!

Til allrar hamingju býr sólin yfir eldsneyti fyrir milljarða ára og fyrir vikið neyðumst við aðeins til að vera án hennar að nóttu til eða þá þegar tunglið stöku sinnum kemur sér fyrir milli sólar og jarðar og veldur sólmyrkva.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fidel Castro lifði af 638 morðtilraunir og skipulagðar morðaðgerðir

Lifandi Saga

Hvers vegna fær kóngafólk framfærslueyri?

Maðurinn

Geta tvíburar átt tvo ólíka feður?

Lifandi Saga

Hver var Golda Meir?

Lifandi Saga

Andy Warhol: Áhrifavaldur á undan samtímanum

Lifandi Saga

Lafði Díana – síðasti sólarhringurinn 

Jörðin

Matarvenjur þínar hafa sjöfalt meiri áhrif á umhverfið en áður var talið.

Lifandi Saga

Palestínumenn misstu allt: Hörmungarnar miklu

Tækni

Sjálfkeyrandi hlaupahjól skelfdi aðra vegfarendur fyrir meira en 100 árum.

Lifandi Saga

Hvað voru Sirius-sveitirnar á Grænlandi?

Maðurinn

Ný uppgötvun gæti fært sköllóttum hárið aftur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is