1. TAMBORA -1815
117.000 mannslíf.
Tambora í Indónesíu gaus árið 1815 og losaði öskuský upp á 160 rúmkílómetra. Auk þess að grafa stóran hluta eyjarinnar Sumbawa í ösku byrgði skýið fyrir sólarbirtu um allan hnöttinn og árið eftir var nefnt „sumarlausa árið“. Gosið telst hafa verið af stærð 7 á VEI-kvarðanum sem nær upp í 8.
2. KRAKATÁ - 1883
36.000 mannslíf.
Eldfjallið Krakatá í Indónesíu losaði 10 rúmkílómetra af ösku í gosi 1883. Til viðbótar olli gosið stórum flóðbylgjum sem ollu stórum hluta dauðsfallanna. Sprengikrafturinn er talinn 6 á VEI-kvarðanum.
3. PELÉEFJALL - 1902
29.000 mannslíf.
Fjallið Mt. Pelée á eyjunni Martinique í Karíbahafi gaus 1902 og myndaði yfir 1.000 gráðu heitar gjóskuskriður. Eftir gosið lágu kolbrunnin lík á götum. Öskuskýið frá gosinu var um 1 rúmkílómetri og styrkurinn 4 á VEI-kvarða.
4. NEVADO DEL RUIZ - 1985
25.000 mannslíf.
Eldfjallið Nevado del Ruiz í Colombíu gaus af krafti 1985 og olli m.a. miklum aurskriðum sem ollu stórum hluta dauðsfallanna. Gosið losaði 0,02 rúmkílómetra af ösku og styrkurinn var 3 á VEI-kvarða.
UNZEN - 1792
14.300 mannslíf.
Unzen í Japan gaus 1792 með þeim afleiðingum að stórt kvikuhólf féll saman. Það olli flóðbylgju sem olli flestum dauðsföllunum. Gosið losaði 0,1 rúmkílómetra af ösku og styrkurinn var aðeins 2 á VEI-kvarða.