Jörðin

Hættulegasta eldfjall Afríku ógnar milljónum manna

Mjög virkt eldfjall, fullkomnar jarðfræðilegar aðstæður og mjög gloppótt viðvörunarkerfi eru rétta blandan fyrir gríðarlegar náttúruhamfarir. Nýlega sýndi eldfjallið Nyiragongo mátt sinn og megin.

BIRT: 15/11/2023

Um tvær milljónir manna búa í tíundu stærstu borg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó –  Goma –  en borgin ​​liggur við Kivu-vatn – við rætur hins 3470 metra háa eldfjalls Nyiragongo.

 

Laugardaginn 22. maí árið 2021 voru heimamenn minntir rækilega á að eldfjallið býður upp á meira en bara gott útsýni og næringarríkt ræktarland. Frá hliðum eldfjallsins rann hraun og skildi eftir sig slóð eyðileggingar og dauða – en samkvæmt UNICEF flúðu um 8000 Kongóbúar til nágrannaríkisins Rúanda.

Goma er aðeins 13-18 km frá hinu virka eldfjalli Nyiragongo.

 

Þarna hafa áður orðið gríðarlega hamfarir og þetta gos er áminning um hvað gæti gerst á þessum slóðum.

 

Hamförum afstýrt

 

Hraunstraumurinn frá Nyiragongo rann það hægt  að íbúar Goma gátu flúið – jafnvel fótgangandi. Margir flúðu yfir landamærin til Rúanda en allt að 25.000 flúðu til norðurs og vesturs.

 

Nyiragongo er sem skapað fyrir hamfarir

Eldfjöll nálægt byggð eru að sjálfsögðu alltaf hættuleg, en þrjár jarðfræðilegar skýringar gera Nyiragongo að sérlega hættulegum nágranna.

 

Þunnfljótandi hraun rennur hraðar

Eldfjöll eins og Nyiragongo eru oftast full af þykkri kviku sem skapar sprengigos. En hraun Nyiragongo eru einstaklega þunnfljótandi, í því eru  ýmsar bergtegundir, en lítið hlutfall af kvarsi, sem gefur hrauninu þykkt eða seigju. Þunnfljótandi hraun nær auðveldlega miklum hraða.

Háttliggjandi lón eykur hraðann

Efst í Nyiragongo er tveggja kílómetra breiður gígur þar sem um áratugaskeið hefur verið stærsta kraumandi hrauntjörn í heimi fyllt bráðnum bergmassa. Engin önnur eldstöð er með gíg efst á svo bröttu fjalli. Ef það fer að gjósa rennur þunnfljótandi hraunið á allt að 95 km / klst.

Neðanjarðarvirkni rífur jarðskorpuna

Meginlandsfleki Afríku rifnar í sundur á svæðinu við Nyiragongo. Jarðskorpuhreyfingarnar koma af stað jarðskjálftum sem geta orskakað sprungur og eldgos. Einnig er talið að eldvirknin sé á svokölluðum heitum reit – svæði inni í möttli jarðarinnar sem er mun heitara en venjulega.

Hinn 23. maí árið 2021 breyttist átt hraunrennslisins og Goma slapp að mestu.

 

MYNDSKEIÐ: Fylgstu með hraunrennsli loka vegum og eyðileggja þorp

 

Þó svo  að 17 þorp hafi lent undir hrauni og 32 hafi látist, þá hafa íbúarnir sloppið betur en oft áður.

 

Árið 2002 rann hraun frá Nyiragongo í gegnum Goma og eyðilagði um 40 prósent húsa og að minnsta kosti 120.000 manns misstu heimilin sín. Að minnsta kosti 250 létust.

 

Svipað eldgos varð árið 1977 sem kostaði 2.000 manns lífið.

 

Óvissa um framhaldið

 

Hægt er að spá að einhverju leiti fyrir um eldgos með hjálp jarðskjálftamæla og eftirliti með þrýstingi og gastegundum.

 

En yfirvöld hafa alls ekki haft nægjanlegt eftirlit við eldfjallið síðustu sjö mánuðina eftir að Alþjóðabankinn hætti stuðningi sínum við Goma eldfjallarannsóknarstöðina vegna gruns um spillingu.

 

10. maí gaf rannsóknarstöðin þó út viðvörun um vaxandi skjálftavirkni í kjölfar fyrri viðvarana um að hraunvatnið í eldfjallinu væri að væri að aukast.

 

Gervihnattamyndin sýnir hraunrennslið (rautt) í átt að Goma neðst. Á undraverðan hátt stöðvaðist hraunflæðið rétt fyrir utan borgina.

Í rannsókn frá árinu 2020 skoðuðu jarðfræðingar þróun eldgígsins á undanförnum árum samanborið við þá þróun sem leiddi til eldgossanna tveggja 2002 og 1977. Með hliðsjón af þessu spáðu vísindamennirnir því að Nyiragongo myndi gjósa einhvern tímann á milli mars 2024 og nóvember 2027.

 

En jafnvel þó tímasetningin hafi ekki staðist er ekki víst að við höfum heyrt það síðasta frá Nyiragongo að þessu sinni.

 

Samkvæmt heimildum er gígurinn efst í eldfjallinu þegar orðinn barmafullur. Og þann 25. maí reið jarðskjálfti að stærð 5,3 yfir í nágrannaríkinu Rúanda. Jarðskjálftar hafa enn áhrif á svæðið, sem heimildir telja að geti valdið nýju eldgosi.

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

© MONUSCO Photos / Wikimedia Commons,© Cai Tjeenk Willink / Wikimedia Commons,© Shutterstock,© MONUSCO Photos / Wikimedia Commons,© Christoph Hormann / Wikimedia Commons,© UNITAR / Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is