Pokabjörn sefur næstum allan sólarhringinn

Pokabjörnin eða kóalabjörnin blundar í allt að 22 tíma á sólarhring uppi í trjátoppunum. Mataræði sem samanstendur eingöngu af tröllatréslaufum neyðir hann til að spara orku.

BIRT: 02/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Pokabirnir eiga heimsmet í svefni. Þetta ástralska pokadýr sefur mestallan sólarhringinn, eða í alls 22 klukkustundir, en ver svo tveimur tímum í að éta.

 

Fæðan samanstendur aðallega af laufum tröllatrjáa og þessi einstaklega einhæfa fæða gerir það að verkum að dýrið verður að fara sparlega með orkuna.

 

Til allrar hamingju hafa pokabirnir ekki þörf fyrir að vera léttir á sér. Lauf tröllatrésins fela í sér mikið af vökva og fyrir vikið þurfa dýrin ekki að fara sérstaka ferð eftir vatni.

 

Pokabirnir eiga heldur ekki marga óvini úti í náttúrunni, sem þörf er fyrir að komast undan, og þá má einnig geta þess að dýrin eru ekkert sérlega félagslynd, því þau verja einungis örfáum mínútum á dag með öðrum dýrum sinnar tegundar.

 

Snöggir að klifra upp tré

Þó svo að pokabirnir hreyfi sig að öllu jöfnu mjög hægt, þá geta þeir samt farið hratt yfir, ef þörf krefur. Ef dýr neyðist til dæmis til að finna sér nýtt tré til að nærast á, sem gerist öðru hvoru, þá klifrar það hratt niður á jörðina og upp í öryggi trjákrónanna aftur.

BIRT: 02/05/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.