Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Langur tími án matar getur haft alvarleg áhrif á varnarkerfi líkamans hafa bandarískar rannsóknir sýnt fram á.

BIRT: 31/03/2023

Í gegnum tímann hefur fasta stundum verið notuð í baráttu gegn krabbameini, offitu, hjartasjúkdómum og öðrum langvinnum kvillum. Nú hefur það komið í ljós að ef fastan nær yfir meira en sólarhring getur það veikt ónæmiskerfið.

 

Bandarískir vísindamenn hafa komist að þessu með því að bera saman ónæmiskerfi fastandi músa og þeirra sem ekki eru fastandi. Litið var sérstaklega á fjölda hvítra blóðkorna sem kallast einkjörnungar sem eru mikilvægur þáttur í vörnum líkamans, meðal annars gegn sýkingum.

 

Gríðarleg aukning á fjölda einkjörnunga

Fyrst rannsökuðu vísindamenn blóðsýni úr fimm músum sem ekki höfðu étið í 24 klukkustundir. Samanburður blóðsýna úr músum sem höfðu étið venjulega sýndi að mýsnar sem föstuðu voru aðeins með tíu prósent einkjörnunga í blóðinu sem er strax merki um lakara ónæmiskerfi.

 

Hins vegar kom í ljós að einkjörnungar í fastandi músum höfðu einfaldlega farið úr blóðinu yfir í mænuna þar sem þær lögðust svo í dvala. Og þá gerðist eitt áhugavert. Þegar fastandi mýsnar fengu aftur að borða lifnuðu einkjörnungar þeirra aftur við með þeim afleiðingum að fjöldi þeirra var fjórum sinnum meiri en hjá músum sem ekki höfðu fastað.

 

Olli miklum bólgum

Og stóra spurningin var hvernig þessi stóraukni fjöldi einkjörnunga hafði áhrif á getu þeirra til að verjast sýkingum. Næsta skref var að sprauta alls 45 mýs með bakteríu sem veldur truflunum á lungnastarfsemi. 23 af þessum 45 músum – þ.e. næstum helmingur – höfðu fastað í 24 klukkustundir fyrir sprautuna og eftir það fengu þær aðgang að mat.

 

„Eins og við var að búast jókst fjöldi einkjörnunga gífurlega í fastandi músum og leiddi til offramleiðslu þeirra sem er venjulega merki um bólgur,“ segir vísindamaðurinn og leiðtogi rannsóknarinnar prófessor Filip Swirski frá Icahn School of Medicine, Mount Sinai í New York.

 

Ástæða mun hærri dauðsfalla

Rannsóknin leiddi í ljós að eftir 72 klukkustundir höfðu næstum 90 prósent músanna sem höfðu fastað fyrir sprautuna dáið. Hjá músunum sem ekki höfðu fastað dóu aðeins 60 prósent þeirra af sýkingunni. Það voru augljóslega gríðarlegar bólgurnar sem drógu mýsnar sem föstuðu til dauða.

 

„Við sáum að einkjörnungar sem höfðu lifað af í mænu fastandi músanna hegðuðu sér öðruvísi en venjulega. Einhverjar erfðabreytingar höfðu átt sér stað sem gerðu einkjörnungana mun árásargjarnari, þannig að þeir brugðust harðar við sýkingunni og ollu þessum miklum bólgum,“ segir Filip Swirski.

LESTU EINNIG

Spurning um jafnvægi

Að fasta í sólarhring getur augljóslega verið vandamál. En hvað ef fastan varir styttri tíma?

 

Annar bandarískur vísindamaður, Satchidananda Panda, frá Salk Institute for Biological Studies í Kaliforníu, hefur gert tilraunir sem sýna að 15 klukkustundir af föstu bæta ónæmisvirkni músa. En föstur okkar mannfólksins eru líka yfirleitt skemmri en 24 tímar.

 

„Eins og með svo margt annað í lífinu er mikilvægt að hafa rétta jafnvægið. Hlutir sem geta verið til bóta á einn hátt geta reynst hafa margvísleg óvænt áhrif á öðrum sviðum,“ segir Filip Swirski að lokum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.