Heilinn gefur frá sér meira ástarhormón þegar við eldumst

Heilinn framleiðir meira af efninu oxýtósíni í takt við hækkandi aldur, ef marka má niðurstöður rannsókna. Efnið getur gert okkur hjálplegri og fær um að sýna öðrum meiri kærleika, jafnframt því sem það gerir okkur sáttari í eigin skinni.

BIRT: 15/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Við þekkjum hugsanlega gamlan mann eða konu sem réttir ætíð fram hjálparhönd með bros á vör.

 

Þetta kann að tengjast því að heilinn losar meira af efninu oxýtósíni í takt við hækkandi aldur, ef marka má nýlega rannsókn.

 

Efni þetta sem gjarnan er kallað „ástarhormónið“, virðist gera fólk sáttara við lífið og tilveruna, auk þess að reynast öðrum hjálplegra.

 

Sorglegt myndband leysir úr læðingi ástarhormón

Vísindamenn hafa raunar lengi haft vitneskju um að oxýtósín tengist kærleika, hjálpsemi og gleði. Þá hefur tölfræðin jafnframt leitt í ljós að eldra fólk er hjálplegra en þeir yngri, ver meiri tíma í sjálfboðastarf og lætur meira af hendi rakna til hjálparstarfs.

 

Vísindamenn að baki rannsókninni hyggjast fyrir vikið rannsaka hvort náungakærleikur þeirra gráhærðu kunni að stafa af auknu oxýtósínmagni.

 

Oxýtósín er kærleikshormón

 

Oxýtósín er hormón sem líkaminn framleiðir.

 

Hormónið kallast oft „ástarhormónið“, sökum þess að við framleiðum það m.a. þegar við föðmum aðra, kyssum, gefum brjóst eða stundum kynlíf.

 

Oxýtósín er framleitt í undirstúku miðheilans.

 

Hormónið færir okkur hamingju- og vellíðunartilfinningu og er sérlega mikilvægt þegar fólk myndar náin tengsl og tengist öðrum nánum böndum.

 

Konur eru með meira magn af oxýtósíni í líkamanum en karlar og efnið kemur oft við sögu í tengslum við brjóstagjöf og fæðingar.

 

Rannsóknir gefa til kynna að oxýtósín stuðli að því að við verðum ástfangin, þannig að þeim ástfangna finnst hinn aðilinn vera meira aðlaðandi en nokkur annar.

 

Gerðar voru rannsóknir á 100 þátttakendum á bilinu 18 til 99 ára sem leiddu í ljós að eldra fólk framleiðir svo sannarlega þó nokkuð meira magn af þessu heilaefni ástarinnar en aðrir.

 

Í rannsókninni var þátttakendunum sýnt myndband af föður sem er að segja frá syni sínum sem hefur veikst af krabbameini. Vísindamennirnir tóku blóðsýni úr þátttakendunum fyrir og eftir áhorf myndbandsins.

 

Vísindamennirnir drógu jafnframt þá ályktun að þátttakendur með hærra magn af oxýtósíni í blóðinu væru líklegri til að gefa fé til krabbameinsrannsókna en þeir þátttakendur sem greindust með minna magn.

 

Hjálpsemi hrindir af stað jákvæðu ferli

Þátttakendurnir voru enn fremur beðnir um að svara fimm spurningum um hversu sáttir þeir væru í lífinu. Eldra fólk var að öllu jöfnu sáttara með lífið en þeir yngri og þá einkum eldra fólk sem hafði yfir að ráða miklu magni ástarhormónsins.

 

Vísindamennirnir að baki skýrslunni leggja áherslu á að þeir geti ekki sagt fyrir víst hvað sé orsök og hvað afleiðing: mikið magn af oxýtósíni, hjálpsemi eða sátt við lífið.

 

Í eldri dýrarannsóknum töldu vísindamenn sig hafa fundið sönnun fyrir því að oxýtósín væri hvetjandi til að liðsinna öðrum og að hjálpsemi léti heilann framleiða meira af oxýtósíni.

 

Með þessu móti verður oxýtósín, ánægja með lífið og hjálpsemi í garð annarra að jákvæðu ferli, þar sem allir þrír þættirnir leiðast meira af hinum tveimur þáttunum.

BIRT: 15/03/2023

HÖFUNDUR: Søren Steensig

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is