Maðurinn

Hve hreinir verða ávextir ef við skolum af þeim?

Okkur hefur gjarnan verið sagt að við ættum að skola af ávöxtum áður en við borðum þá. En hreinsar vatnið ávöxtinn almennilega eða sitja bakteríur og aðrir sýkingarvaldar sem fastast?

BIRT: 01/02/2023

Bæði örverur og ýmis efni eru utan á ávöxtum og þetta skolast ekki burt nema að hluta til við skolun.

 

Bakteríur, aðrar örverur og úðunarefni sitja misjafnlega föst við hýðið. Sumt leggst yfir hýðið líkt og húðun en annað kemst inn í gegn.

 

Á eplinu þínu geta t.d. leynst salmonella, listería, kólíbakteríur, nóróveirur, amöbur eða sníklar sem geta valdið magakveisu eða eitrunareinkennum en þessar sjúkdómsframkallandi örverur er nánast alltaf hægt að skola alveg af.

 

Það er hins vegar erfiðara að losna við skordýraeitur sem kann að hafa verið úðað yfir ávöxtinn. Úðunarefnin eru nefnilega sérhönnuð til að líma sig föst við ávexti og grænmeti og halda meindýrum frá.

 

Aðeins fá úðunarefni er hægt að losna alveg við og mörg slík er eiginlega ógerningur að losna við, jafnvel þótt þú skrúbbir ávöxtinn.

Eiturefni og örverur ráðast á ávexti

Úðunarefni og örverur geta komist inn í ávöxtinn og þá er ógerningur að skola það af.

1. Örverur mynda bletti

Það er náttúrulegt fyrirbrigði að örverur komist inn í aldinkjöt. Þar mynda þær bletti sem ekki er unnt að skola af.

2. Bakteríur liggja lausar

Salmonella, veirur og aðrir sjúkdómsvaldar berast á ávexti þegar þeir eru skolaðir með menguðu vatni. Þessar örverur liggja lausar og skolast auðveldlega af.

3. Úðaeitur kemst inn

Sum úðunarefni sitja á yfirborðinu og því hægt að þvo þau af. Sumar gerðir þrengja sér inn í hýðið og er því ógerlegt að þvo af.

Í öllum tilvikum borgar sig þó að skola ávexti vel. Bandarísk rannsókn sýndi t.d. að 40% barna höfðu safnað upp í líkamann óhóflega miklu af úðunarefnum, m.a. af ávöxtum og grænmeti sem ekki hafði verið nógu vel skolað. Þessi efni geta m.a. leitt af sér lélegt sæði, krabbamein, fæðingargalla og Parkinsonssjúkdóm.

 

Heilbrigðisyfirvöld hafa af þessum sökum ákvarðað hámarksgildi fyrir úðunarefni til að leyfilegt sé að selja ávexti og grænmeti

 

Örverur sýkja ávöxtinn

Á ávaxtaplöntum þrífast líka náttúrulegar örverur. Ef þær komast inn í ávöxtinn, svo sem gegnum stungusár á hýði eplis, geta þær sýkt ávöxtinn og myndað rotnunarbletti.

 

Slíka bletti er ógerningur að skola burtu þar eð þeir eru hluti af aldinkjötinu. En þessar náttúrulegu örverur eru hins vegar algerlega skaðlausar mönnum.

Skordýraeitur dreifist ekki jafnt

Magn skordýraeiturs er mjög breytilegt eftir tegundum ávaxta og grænmetis. Sjáðu hvernig dreifingin er hér:

 

Ávextir og grænmeti með mesta skordýraeitrið

  • Kirsuber
  • Mangó
  • Spínat
  • Epli
  • Sellerí
  • Papaya
  • Pera
  • Vínber

 

Ávextir og grænmeti með minnst skordýraeitur

  • Aspas
  • Blaðlaukur
  • Banani
  • Agúrka
  • Sveppir
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Vatnsmelóna

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is