Alheimurinn

Hve mikið mengar geimferðamennska?

Mörg fyrirtæki bjóða nú geimferðir á markaði. En hafa þessi geimskot ekki veruleg áhrif á loftmengun?

BIRT: 22/09/2022

Enn sem komið er menga túristageimferðir sáralítið. 

 

Geimferðir komu fyrst til sölu á markaði sumarið 2021 og aðeins hjá stórfyrirtækjunum Virgin Galactic, Blue Origin og SpaceX og hafa verið örfáar. 

 

Í samanburði við flugferðir er eldsneytisbrennsla allra geimskota enn innan við 1%.

 

Þetta mun þó breytast á næstu árum, þegar t.d. Virgin Galactic hyggur á 400 geimskot á ári. 

 

Þá verður mengunin veruleg. Eldflaugar þurfa að brenna gríðarmiklu eldsneyti til að yfirvinna þyngdarafl jarðar.

 

Kælandi áhrif

Það fer eftir gerð hreyflanna hve mikið af gasi og hve mikið af efniseindum fara út í andrúmsloftið. 

 

Algengustu eindirnar eru sót og áloxíð en báðar þessar agnagerðir hafa reyndar kælandi áhrif á loftslagið. 

Útblástur breytir hitastiginu

Samanlögð áhrif geimferðamennsku eru enn óviss en ýmislegt bendir til að eldflaugarnar gætu lækkað hitastig á hnettinum.

Eldflaugaskot kæla

 Eldflaugaútblástur hefur áhrif á gufuhvolfið með koltvísýringi, vatnsgufu, sóti og áloxíði sem t.d. endurkastar sólarljósi.

Bílaútblástur hitar

Koltvísýringur, köfnunarefnissambönd, óson og örður í útblæstri bensínbíla hafa áhrif neðst í gufuhvolfinu.

Þotuflug einangrar

Flugvélar hafa áhrif á neðri hluta gufuhvolfsins með sóti, köfnunarefnissamböndum og koltvísýringi með einangrandi áhrifum hvítra ískristalla.

Hvítt áloxíð endurkastar sólarljósi út í geiminn en svartar sótagnir drekka í sig sólarljósið og breyta því í hita hátt uppi í gufuhvolfinu. 

 

SpaceShipTwo hjá Virgin Galactic bætir sótögnum í gufuhvolfið. Hreyflarnir virka ekki ósvipað og vaxkerti sem umbreytir gervigúmmíi í sót.

 

Geimferðamennska skaðar ósonlagið

Algengustu gastegundir frá eldflaugahreyflum eru koltvísýringur og vatnsgufa. Eitt geimskot Falcon-eldflaugar frá SpaceX losar jafnmikið af koltvísýringi og 395 þotuferðir yfir Atlantshaf. 

 

Vatnsgufa kann að virðast saklaus en í þurru lofti í efri hluta gufuhvolfsins á hún þátt í að brjóta niður ósonlagið. 

 

Endurnýtanlega eldflaugin frá Blue Origin, New Shepard, losar líka ósoneyðandi vatnsgufu þar eð hún fær orku sína með því að sameina fljótandi súrefni og vetni í vatn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock. © © Virgin Galactic

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is