Ljós er gert úr ljóseindum sem eru ofursmáar öreindir sem aldrei eru kyrrar og því ógerlegt að vigta.
Á táknmáli eðlisfræðinnar hafa ljóseindir engan hvíldarmassa en þar eð þær bera í sér orku hafa þær svonefndan afstæðismassa sem ræðst af því hve mikil orkan er.
Eðlisfræðingar kjósa því að lýsa þyngd ljóseinda með orku þeirra og streymi.
Ljós er gert úr ljóseindum sem samkvæmt eðlisfræðinni eru þyngdarlausar, þar eð þær eru stöðugt á hreyfingu.
Streymi ljóseinda skiptir máli við rannsóknir á geimnum, þar eð streymið má nýta til að skapa hröðun. Þegar ljóseindir skella t.d. á stóru segli í geimnum geta þessar þyngdarlausu eindir ýtt örlítið við seglinu.
Á löngum tíma geta þessi örlitlu áhrif ljóseindanna komið geimskipum á mikinn hraða í þyngdarleysi geimsins.
Mikilsverðar eindir eru án þyngdar:
* Þyngdareind: Eðlisfræðingar telja að þessar eindir breiði út þyngdaraflið. Sjálfar eru þær þó þyngdarlausar.
* Límeind: Breiðir út sterka kjarnakraftinn sem heldur frumeindakjörnum saman. Límeindin er líka án massa.