Hve þungt er ljósið?

Samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar er ljós þyngdarlaust, þar eð það er stöðugt á hreyfingu. Ljós getur engu að síður ýtt við öðrum hlutum.

BIRT: 20/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ljós er gert úr ljóseindum sem eru ofursmáar öreindir sem aldrei eru kyrrar og því ógerlegt að vigta.

 

Á táknmáli eðlisfræðinnar hafa ljóseindir engan hvíldarmassa en þar eð þær bera í sér orku hafa þær svonefndan afstæðismassa sem ræðst af því hve mikil orkan er.

 

Eðlisfræðingar kjósa því að lýsa þyngd ljóseinda með orku þeirra og streymi.

Ljós er gert úr ljóseindum sem samkvæmt eðlisfræðinni eru þyngdarlausar, þar eð þær eru stöðugt á hreyfingu.

Streymi ljóseinda skiptir máli við rannsóknir á geimnum, þar eð streymið má nýta til að skapa hröðun. Þegar ljóseindir skella t.d. á stóru segli í geimnum geta þessar þyngdarlausu eindir ýtt örlítið við seglinu.

 

Á löngum tíma geta þessi örlitlu áhrif ljóseindanna komið geimskipum á mikinn hraða í þyngdarleysi geimsins.

Mikilsverðar eindir eru án þyngdar:

* Þyngdareind: Eðlisfræðingar telja að þessar eindir breiði út þyngdaraflið. Sjálfar eru þær þó þyngdarlausar.

 

* Límeind: Breiðir út sterka kjarnakraftinn sem heldur frumeindakjörnum saman. Límeindin er líka án massa.

BIRT: 20/11/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is