Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Fyrsti guðinn sem sérfræðingum hefur tekist að nafngreina leit dagsins ljós í Mesópótamíu fyrir um 5.200 árum. Karlkyns hofgyðjur ástarguðsins Inanna klæddust kvenfötum og skemmtu sér með þeim trúhneigðu.

BIRT: 27/08/2024

Sagnfræðingum hefur ekki tekist að finna eitt einhlítt svar við því hver fyrsti guðinn hafi verið því erfitt reynist að henda reiður á hvenær maðurinn hafi byrjað að trúa.

 

Fornleifafræðingar hafa fundið ýmsar styttur frá steinöld sem hugsanlega hafa verið tilbeðnar en þá greinir á um merkingu þeirra og hlutverk.

 

Sem dæmi hafa fundist hér og þar í Evrópu rösklega 200 styttur af frjósömum konum með stór brjóst og breiðar mjaðmir og er sú elsta talin vera um 35.000 ára gömul. Þessar svonefndu Venusarstyttur kunna að hafa verið tilbeðnar sem frjósemisgyðjur.

 

Fyrsti guðinn er að minnsta kosti 5.200 ára gamall

Fyrstu nafngreindu guðirnir sem fræðimenn þekkja til eiga rætur að rekja til Mesópótamíu til forna þar sem ritmálið þróaðist fyrir einum 5.000-6.000 árum.

 

Einn þeirra guða sem nefndir voru hvað fyrstir á nafn er Inanna sem síðar meir gekk einnig undir nafninu Ishtar.

 

Hún var gyðja, m.a. ásta, frjósemi og styrjalda í ýmsum mesópótamískum menningarheimum og fornleifafræðingar hafa fundið ýmis myndtákn með nafni hennar á leirtöflum sem taldar eru stafa frá því um 3.200 árum f.Kr.

Ósíris, Anúbis, Ísis – margir hafa sennilega heyrt nöfn helstu guða Egypta en hvaða þýðingu höfðu þeir eiginlega? Hér er að finna yfirlit yfir helstu guði Egypta.

Fram til ársins 2000 f.Kr. varð Inanna einn helsti guð Mesópótamíumanna og átrúnaður á hana tengdist iðulega kynferðislegum athöfnum og leik með kynhlutverk.

 

Karlmenn sem störfuðu í musterum hennar hlutu t.d. heiti kvenna og klæddust kvenfötum við helgiathafnir. Ýmsir textar gefa til kynna að þeir hafi stundað kynlíf með karlmönnum úr hópi þeirra sem trúðu á gyðjuna.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is