Menning og saga

Hverjir voru guðir Egypta? Hér má sjá yfirlit yfir helstu guðina

Ósíris, Anúbis, Ísis – margir hafa sennilega heyrt nöfn helstu guða Egypta en hvaða þýðingu höfðu þeir eiginlega? Hér er að finna yfirlit yfir helstu guði Egypta.

BIRT: 14/10/2023

Ra – Anúbis – Ósíris – Hórus – Ísis – Set – Sakmet – Pta – Bastet – Geb – Haþor – Þoþ – Neiþ – Nefþys – Corbis

Egyptar tilbáðu rösklega 2.000 ólíka guði. Heiti sumra þeirra breyttust eða runnu saman við önnur gegnum söguna en vald þeirra fyllti Egypta lotningu alla tíð.

 

Náttúran var heilög í augum Egypta og fyrir vikið hafa margir guðir fengið eitthvað frá dýrum, svo sem eins og dýrshöfuð. Guðunum voru færðar fórnir.

 

Sumir guðanna voru skyldir hver öðrum og til eru dæmi um systkini sem gengu að eiga hvort annað en systkinahjónabönd voru í hávegum höfð.

 

Yfirlit: Helstu guðir Egypta

Ra

(Faðir Sakmets)

 

Í kringum 1200 f. Kr. rann sólguðinn Ra saman við Amon, guð Þebu og varð þar með konungur guðanna og kallaðist Amon-Ra.

 

Ra er iðulega sýndur með fálkahöfuð umlukið kóbraslöngu.

 

Ra var guð sólarinnar og sköpunarverksins.

 

Hlutverk: að halda heiminum í jafnvægi og láta sólina skína.

 

Refsing: gat sviðið akrana með stórri, brennheitri sólarskífu sinni.

 

Almennt: Ra var mikilvægasti guð Egypta. Auk þess að vera holdgervingur sólarinnar réði hann jafnframt yfir öðrum guðum og gætti jafnvægis í alheiminum. Ra átti soninn Faraó á jörðu.

Egypski guðinn Ra

Anúbis

(Sonur Ósíriss og konu Sets sem kallaðist Nefþys)

 

Anúbis er mikilvægasti dauðaguðinn og varðmaður dauðaríkisins, ásamt því að vera guð hinnar mikilvægu múmíugerðar.

 

Anúbis hefur lögun eins og sjakali eða er sýndur með sjakalahöfuð. Anúbis er afkvæmi Ósíriss og Nefþys sem var mágkona hans.

 

Drottnari sálna og hinna látnu.

 

Hlutverk: tryggði velheppnaða líksmurningu og eilíft líf.

 

Refsing: gat skemmt líksmurningu hins látna sem gerði það að verkum að sálin komst ekki á leiðarenda.

 

Almennt: dauðaguðinn var með sjakalahöfuð sökum þess að Egyptar sáu þetta tiltekna dýr oft laumast nærri grafreitum.

Egypski guðinn Anúbis

Ósíris

(Kvæntur Ísis)

Guðinn Ósíris ræður ríkjum í ríki hinna látnu og er guð endurfæðingarinnar eða endurreisnarinnar. Ósíris er jafnframt guð jurtaríkisins.

 

Ósíris er oft sýndur með svokallaða atef-kórónu á höfði, svo og skegg sem bognar að neðanverðu.

 

Drottnari undirheimanna og endurfæðingarinnar.

 

Hlutverk: hefur stjórn á helgisiðum þegar sálirnar fara yfir móðuna miklu.

 

Refsing: gat komið í veg fyrir að hinn látni öðlaðist eilíft líf ef sá hinn sami hafði ekki hegðað sér vel.

 

Almennt: Ósíris var klæddur líkklæðum en gekk jafnframt með þreskistaf og hirðingjastaf sem voru tákn um frjósemi og endurreisn.

 

Goðsögnin um Ósíris er mikilvægust allra í guðaheimi Egypta. Ósíris er afkvæmi jarðguðsins sem nefndist Geb. Sama máli gegnir um eiginkonu hans, systurina Ísis.

 

Þegar Ósíris hafði tekið við af föður sínum í undirheimum greip mikil öfund bróður hans Set. Hann narraði Ósíris í múmíukistu, setti lokið yfir og hellti fljótandi blýi yfir kistuna.

 

Ísis tókst síðar meir að finna kistuna og hafa með sér heim. Henni, ásamt systur hennar Nefþys (sem var gift bróðurnum Set) tókst að vekja Ósíris það mikið upp frá dauðum að honum tókst að barna konu sína sem fæddi honum soninn Hórus.

 

Síðar meir fann Set kistuna sem Ósíris hvíldi í og tætti líkama hans niður í 14 (sumir segja 42) búta. Bútunum var dreift yfir gjörvallt Egyptaland.

Egypski guðinn Ósíris

Hórus

(Sonur Ósíriss og Ísisar)

Hórus var verndarengill faraósins og þeirra hugrökku. Hórus þekkist á því að hann er sýndur með fálkahöfuð eða sem fálki.

 

Hlutverk: vernd og réttlæti.

 

Refsing: ef faraóinn heiðraði ekki Hórus myndi Egyptaland lenda í stríði og ringulreið ríkti.

 

Almennt: fálkaguðinn var persónulegur guð faraósins og bar fyrir vikið tvöfalda kórónu ríkisins. Hann barðist gegn illsku og veitti vernd þeim sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu.

Egypski guðinn Hórus

 

Ísis

(langafabarn Ra, gift Ósírisi)

Ísis er æðsta móðurgyðja Egyptalands og sem slík er hún gyðja kvenna og fæðinga.

 

Hlutverk: að aðstoða mæður með börn þeirra.

 

Refsing: væri gyðjan ekki tilbeðin kom hún af stað illindum í hjónabandinu og fjölskyldunni.

 

Almennt: óhamingjusamar konur gátu ávallt beint bænum sínum til hinnar góðu og mildu Ísisar. Gyðjan var tákn um frið, lífsþrótt og frjósemi, bæði utan heimilis og innan. Hún bjó yfir valdi til að móta líf fólks.

Egypski guðinn Ísis

 

Set

(Bróðir Ósíriss)

Set er drottnari hinna hrjóstrugu eyðimarka, þurrks og þrumna. Hann er verndarguð vagnalesta. Óvíst er hvaða dýr höfuð hans á að tákna.

 

Hlutverk: að tryggja gott gengi í stríði og gott kynlíf.

 

Refsing: dauði, stríð og hrikalegt óveður.

 

Almennt: Set hafði í för með sér ringulreið en var jafnframt stríðsguð sem var vænlegt að hafa sér hliðhollan í stríði. Sökum mikils skapofsa var Set enn fremur guð ásta og kynlífs.

Egypski guðinn Set

 

Sakmet

(Dóttir sólguðsins, gift Pta)

Drottnari eyðileggingar og stríðs.

 

Hlutverk: að lækna sjúkdóma og slöngubit.

 

Refsing: sjúkdómar og slöngubit.

 

Almennt: gyðjan gat látið slöngur bíta en læknaði þó aftur sárið, væru henni færðar fórnir. Hún var jafnframt Ra til aðstoðar og brenndi bæi til grunna fyrir hans hönd.

Egypski drottnarinn Sakmet

 

Pta

(Kvæntur Sakmet)

Drottnari sköpunar og handverks.

 

Hlutverk: að sjá fyrir röð og reglu og góðum handiðnaði.

 

Refsing: gat látið byggingar hrynja til jarðar.

 

Almennt: andstætt því sem við á um eiginkonu hans, ljónsgyðjuna Sakmet, var Pta verndari raðar og reglu, svo og góðs siðferðis. Hann var tákn um stöðugleika og margir fræðimenn á sviði egypskrar menningar segja staf hans vera tákn um skapfestu mannsins.

Egypski drottnarinn Pta

 

Frjósemisguðirnir

 

Bastet

Bastet er gyðja ástar og gleði. Hún er einhver sú góðlyndasta og vinsamlegasta af drottnurum Egyptalands.

 

Bastet er í konulíkama með kattarhöfuð. Hún er tákngervingur frjóseminnar og holdlegra ásta, auk þess að veita vernd á meðgöngu og við fæðingar.

Egypska gyðjan Bastet

 

Geb

Geb er drottnari jarðarinnar. Hann færir jörðinni frjósemi og mannfólkinu getuna til að rækta plöntur.

 

Geb sér til þess að þeim látnu sé sýnt fullkomið réttlæti fyrir handan. Hann hefur ásýnd manns með kórónu og er oft með dýr sitt, gæsina, meðferðis.

Geb

 

Haþor

Haþor er ein af mörgum móðurgyðjum. Hún er jafnframt gyðja ástar, lífsgleði, söngva, dans og tónlistar. Hún er tákngervingur kvenlegrar kynhvatar og umhyggju.

 

Haþor er iðulega sýnd sem mennsk vera með kýrhöfuð eða þá sem kona með kýrhorn.

Egypska gyðjan Haþor

 

Aðrir mikilvægir egypskir drottnarar

 

Þoþ

Þoþ er mána- og viskuguð. Hann ræður yfir dagatalinu og er verndarguð bókasafna. Þoþ er m.a. sýndur með íbishöfuð eða þá hann lítur út eins og bavíani.

Egypski guðinn Þoþ

 

Neiþ

Neiþ er gyðja stríðs og vopna. Hún er móðir sólguðsins Ra. Neiþ er yfirleitt í líki mannveru, vopnuð boga og örvum.

Egypska gyðjan Neiþ.

 

Nefþys

Nefþys er gift Seth. Hún er gyðja dauða og grafa og er fæðingargyðja í hjáverkum. Nefþys er oftast í líki mannveru.

Egypski drottnarinn Nefþys

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Lars Thomas

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is