Kvenlegt útlit faraós vegna sjúkdóms

Sjúkdómsgreiningar á grundvelli mynda og múmía

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fornleifafræði

Lengi hafa vísindamenn undrast afar sérkennilegt andlitsfall og líkamsbyggingu egypska faraósins Akenatons (eða Ikn-Atons), en nú telur bandaríski húðsjúkdómalæknirinn Irwin Braverman sig hafa fundið skýringuna.

 

Hann telur Akenaton, sem ríkti 1379 – 1362 f.Kr., hafa þjáðst bæði af offramleiðslu ensímsins aromatase og beinasjúkdómnum kraniosynostose, sem olli því að höfuðbeinin greru saman of snemma.

 

Kraniosynotose getur einmitt valdið löngu höfði á grönnum hálsi, eins og sjá má á myndum af Akenaton. Of mikil framleiðsla karlmannslíka veldur kvenlegum líkamsdráttum, þar eð þetta ensím, sem er að finna í húð, heila, fituvef og beinum, breytir testósteróni í estradiol sem er virkt estrógen.

 

Á myndum er Akenaton sýndur með bústnar rasskinnar og brjóst og þetta telur Irwin Braverman tákn þess að faraóinn hafi þjáðst af hormónasjúkdómi.

 

Hann telur það styðja kenninguna að allar sex dætur Akenatons hafi þroskað brjóst mjög ungar, jafnvel aðeins þriggja ára.

 

Braverman bendir að auki á að múmíur af sumum afkomendum Akenatons, m.a. syni hans, Tútankamon, sýni greinileg merki um beinasjúdkóminn og telur það merki þess að sjúkdómurinn gangi að erfðum.

 

Múmía Akenatons sjálfs hefur aldrei fundist en DNA-greiningar á afkomendum hans kynnu að leiða endanlega í ljós hvort faraóinn hafi þjáðst af báðum þessa genagöllum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is