Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa í huga að til voru margar ólíkar tegundir af risaeðlum og að sennilega hafi þær verið ólíkar á bragðið.
Þá má einnig benda á að fuglar eru í raun risaeðlur og fyrir vikið ættum við að geta gert okkur í hugarlund hvernig þær brögðuðust.
Tökum grameðluna sem dæmi.
Krókódílar bragðast eins og fiskar
Nánustu núlifandi ættingjar grameðlunnar eru fuglar og krókódílar og fyrir vikið væri eðlilegt að sjá fyrir sér að kjöt grameðlunnar hafi minnt á kjúkling eða krókódíl en hins vegar þarf sú ekki að hafa verið raunin.
Bragðið af kjöti ræðst af fæðunni sem dýrið leggur sér til munns. Kjúklingafóður samanstendur mestmegnis af hveiti og soja; krókódílar á hinn bóginn éta einkum fisk en grameðlur nærðust á öðrum eðlum.
LESTU EINNIG
Bragð kjötsins stafar enn fremur af vöðvarauðanum í vöðvunum en um er að ræða efnið sem m.a. ljær nautakjöti rauða litinn. Því rauðara sem kjötið er, þeim mun bragðmeira verður það.
Lítið magn af vöðvarauða leiðir af sér risavaxna vöðva, m.a. í kjúklingabringum sem eru ljósar á lit.
Vöðvar með hátt innihald af vöðvarauða búa hins vegar yfir meira þoli.
Grameðlur smökkuðust líkt og gammar
Vitað er að grameðlur treystu á úthald fremur en hraða við veiðar á bráðinni og fyrir vikið hafa þær að öllum líkindum bragðast ekki óáþekkt blöndu af kjúklingi og nautakjöti.
Ef ætlunin væri að finna núlifandi dýr með sömu gerð kjöts og grameðlan, er ránfugl með rautt kjöt sennilegasti kosturinn.
Sá fugl sem næst kemst er hvíthöfðaði gammurinn því hann étur ekki einvörðungu hræ, heldur veiðir hann sér einnig reglulega til matar.