Náttúran

Grameðlan óx af lítilli eðlu

BIRT: 04/11/2014

125 milljón ára forneðla sem fundist hefur í Kína varpar alveg nýju ljósi á drottningu risaeðlanna, grameðluna, eða Tyrannosaurus rex, sem var óhugnanlega stórvaxin kjötæta.

 

Steingervingafræðingurinn Paul Sereno, ásamt kínverskum kollegum sínum, hefur nú afhjúpað næstum alheila vasaútgáfu af grameðlu. Þessi eðla er greinilega forveri Tyrannousaurus rex og hefur fengið heitið Raptorex kriegsteini.

 

Þessi smávaxna ráneðla var 2,5 metrar að lengd frá trýni til hala á fullorðinsaldri og vóg um 65 kg – sem sagt í svipuðum þyngdarflokki og maðurinn.

 

Sérkennilegast er að Raptorex kriegsteini hefur verið ótrúlega lík Tyrannosaurus rex að líkamsgerð, en síðarnefnda eðlan réði ríkjum á krítartímabilinu 40-60 milljón árum síðar og varð allt að 12 metra löng og upp í 6 tonn að þyngd.

 

Líkindin ná m.a. til vöðvastæltra afturfóta, smárra framfóta, stórs höfuðs með öflugum kjálkum og hvössum tönnum. Vísindamennirnir eru ekki í vafa um að Raptorex kriegsteini hafi verið eldfljót á fæti og öflugt rándýr, þótt bráðin hafi eðlilega verið smávaxnari en sú sem grameðlan lagði að velli síðar.

 

Uppgötvunin sýnir að líkamsbygging eðlunnar var upphaflega fullþróuð í þessari smáeðlu, en hefur síðan einfaldlega nítugfaldast að stærð. Þetta breytir hugmyndinni um þróun grameðlunnar.

 

Nú lítur sem sagt út fyrir að „dráparahönnunin“ hafi verið fullmótuð fyrir 125 milljónum ára og þessi eðla hafi frá upphafi hlaupið bráðina uppi og drepið hana með öflugu biti, en framfæturnir hafi aðeins verið notaðir til að rífa hræið í sundur.

 

Fram að þessu hefur verið talið að grameðlan hafi þróast út frá fyrri tegundum með stóra framfætur, sem síðar hafi ekki fylgt með þegar líkamsstærðin óx, vegna þess að þeir hefðu truflað jafnvægi skepnunnar á hlaupum.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.