Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Slöngubit getur verið banvænt ef móteitur er ekki gefið strax. En hvaðan fá læknarnir móteitrið og úr hverju er það?

BIRT: 26/02/2024

Alls um 600 tegundir eiturslangna eiga árlega sök á 80-140 þúsund dauðsföllum. Þær tölur gætu verið miklu lægri ef allir hefðu skjótvirkan aðgang að móteitri.

 

Eitur slangna getur virkað á margvíslegan hátt. Það getur ráðist á taugakerfið og valdið lömun eða krampa en það getur líka t.d. sprengt súrefnisberandi blóðkorn í blóðrásinni. En ef hægt er að gefa móteitur strax getur það bjargað lífi. 

 

Móteitur er framleitt með því að sprauta slöngueitri í dýr, t.d. hest. Ónæmiskerfi hestsins bregst við og myndar mótefni gegn eitrinu.

Hestar með eitrun skapa mótefni

Mótefni úr hestablóði geta bjargað lífi þínu ef þú verður fyrir slöngubiti. Hestarnir mynda mótefni eftir að eitri er sprautað í þá.

1. Slöngubú framleiða eitur

Eitur er mjólkað úr slöngum á slöngubúum og svo notað til að mynda móteitur. Eitrið næst með því að þrýsta tönnum slöngunnar gegnum plastfilmu á glasi.

2. Hestur myndar mótefni

Litlum eiturskömmtum er sprautað í hest. Ónæmiskerfið skynjar framandi efni og tekur að mynda mótefni gegn eitrinu.

3. Móteitrið skapað

Mótefnin er nú unnt að vinna úr blóði hestsins. Blóðsýnið er sett í þeytivindu þar sem mótefnin safnast efst í glasið. Síðan má auðveldlega draga þau upp í sprautu.

Mótefni eru prótein sem hjálpa líkamanum til að vinna bug á framandi efnum og þau eru uppistaðan í móteitri.

 

Hesturinn lifði banvænan skammt af

Hestinum er fyrst gefinn örlítill skammtur en síðan fær hann stærri og stærri skammta vikum saman, þar til hann hefur myndað mikið magn mótefna í blóði – svo mikið magn að hann myndi lifa af slöngubit sem annars hefðu dugað til að ráða niðurlögum hans.

 

Að lokum er hestinum svo tekið blóð og mótefnin einangruð úr því. Þegar móteitrinu er sprautað í mann hjálpar það ónæmiskerfinu að berjast gegn eitrinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

© Shutterstock. © Claus Lunau. © Dorling Kindersley/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.