Kviðslit veldur því að líffæri eða innyfli ná að brjótast út frá eðlilegri staðsetningu. Slit geta reyndar líka orðið í brjóstholi en það er fátíðara. Eftir kviðslit getur orðið sjáanleg aflögun, þannig að svokallaður haull þrengir sér út og aflagar húðina, oftast á kviði eða nára.
Kviðslit verða oftast nálægt nára eða naflanum þar sem t.d. hluti af þörmum þrengir sér út á veikluðum stöðum í kviðvegg sem gerður er úr húð, lífhimnu og vöðvum. Veiklunin getur verið meðfædd eða myndast t.d. eftir uppskurð þegar örvefur verður ekki nógu sterkur. Mikil átök, svo sem það að lyfta einhverju þungu, getur líka orsakað kviðslit.
Auk þess sem sjáanlegur haull getur myndast, eru einkennin oftast væg en fólk getur þó fundið fyrir mismiklum sviða eða þrýstingi á svæðinu.
Kviðslit er einkum algengt meðal karlmanna og um 27% þeirra fá slit í nára sem er algengasta kviðslitið. Aðeins 3% kvenna verða fyrir þess konar kviðsliti.
Stærri kviðslit eru meðhöndluð með skurðaðgerð þar sem gert er við slitið. Stundum nýta læknar sér myndavél sem smeygt er inn um skurðinn til að fá yfirsýn yfir skaddaða svæðið.
Oft koma læknarnir fyrir stoðneti til að halda öllu á sínum stað. Sum slík net eru gerð úr dýrahúð og geta brotnað niður en önnur eru úr gerviefni og er ætlað að halda kviðveggnum lokuðum til lengdar.
Morgunógleði, timburmenn eða bílveiki – ógleði getur herjað á okkur við ýmis tækifæri. Til allrar hamingju hafa vísindamenn yfir að ráða margvíslegum vísindalegum ráðum til að ráða bug á óþægindunum.
Kviðslit myndast á veikluðum stað
Við slitið opnast gat á kviðveggnum sem annars heldur líffærum og innyflum á sínum stað. Unnt er að loka gatinu með neti sem ýmist er látið brotna niður eða haldast til lengri tíma.
1. Þarmarnir þrýsta
Hluti þarmanna þrýstir á veikan punkt í kviðveggnum. Hjá fullorðnum gerist þetta yfirleitt í nára eða alveg við lærið og vegna ofþyngdar eða of þungrar lyftu.
2. Slitið opnar gat
Veiki punkturinn í kviðveggnum gefur eftir og kviðslit opnast. Poki myndast í lífhimnunni og hún bungar út undir húð og bandvef.
3. Net skýlir gatinu
Gert er við kviðslit með skurðaðgerð. Læknirinn ýtir lífhimnunni inn í kviðarholið og lokar fyrir gatið með neti, annað hvort úr gerviefni eða niðurbrjótanlegu efni.